Bæjarfulltrúi minnihlutans telur óeðlilega staðið að afgreiðslu nýs leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. ágúst 2019 22:05 Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi. Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi.
Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira