Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. ágúst 2019 06:30 Andri Snær Magnason flutti ávarp á Oki í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Á sama tíma og ég finn fyrir svolítilli sorg í hjartanu þá finn ég líka fyrir von vegna þess að hér er samankominn mikill fjöldi fólks sem er staðráðið í því að vinna allt sem það getur til að snúa við þessari hamfarahlýnun sem er að eiga sér stað. Það er það sem vekur manni von í brjósti,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á minningarathöfn um jökulinn Ok sem fram fór í gær. Fjöldi fólks kom saman í Kaldadal í gær við rætur fjallsins Ok. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður þar sem þær lögðu út frá mikilvægi þess að frekari aðgerða sé þörf til að mæta loftslagsbreytingum sem hvarf Ok sé skýrt dæmi um. Rúmlega hundrað manns gengu svo upp á fjallið Ok þar sem minnismerki um jökulinn fyrrverandi var komið fyrir. Hópurinn gekk síðasta spölinn í táknrænni þögn. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur las þar upp dánarvottorð jökulsins og Andri Snær Magnason rithöfundur flutti stutta tölu en hann skrifaði textann á minnismerkinu. Guðmundur Ingi segir það mjög táknrænt að minnismerkið hafi verið sett upp á Ok. „Hér er verið að senda þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun er að eiga sér stað.“ Hann segir að allar þjóðir heims þurfi að gera betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það er ofboðslega margt að gerast í samfélaginu, meðal einstaklinga og fyrirtækja, og sem betur fer í stjórnmálunum líka við að reyna koma þessum málum í betri farveg.“ Stjórnvöld kynntu loftslagsáætlun sína fyrir tæpu ári en Guðmundur Ingi segir að þegar sé verið að endurskoða hana. „Við eigum endalaust að vera að skoða nýjar og hertar aðgerðir. Það er alveg greinilegt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Það er ekkert leyndarmál í heiminum þannig að allur þrýstingur á stjórnvöld, eins og loftslagsverkföll nemenda, eru að mínu mati mjög af hinu góða. Það hvetur okkur áfram.“ Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston, var einn aðalskipuleggjenda viðburðarins í gær. Hann sagði það tilfinningaþrungna stund að þessu verkefni væri lokið. „En ég tel okkur hafa áorkað miklu meira með þessu verkefni en við hefðum getað búist við. Við héldum að við værum að gera eitthvað sem höfðaði til fárra en það er ótrúlegt að vita til þess að margar milljónir um allan heim vita nú af þessu.“ Hann segist binda vonir við orð Katrínar Jakobsdóttur um að Íslendingar ætli að vera í forystusveit þeirra landa í heiminum sem ætli að leiða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vonast hann til að spennandi fréttir berist af fundi norrænu forsætisráðherranna á næstu dögum. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
„Á sama tíma og ég finn fyrir svolítilli sorg í hjartanu þá finn ég líka fyrir von vegna þess að hér er samankominn mikill fjöldi fólks sem er staðráðið í því að vinna allt sem það getur til að snúa við þessari hamfarahlýnun sem er að eiga sér stað. Það er það sem vekur manni von í brjósti,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra á minningarathöfn um jökulinn Ok sem fram fór í gær. Fjöldi fólks kom saman í Kaldadal í gær við rætur fjallsins Ok. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, ræður þar sem þær lögðu út frá mikilvægi þess að frekari aðgerða sé þörf til að mæta loftslagsbreytingum sem hvarf Ok sé skýrt dæmi um. Rúmlega hundrað manns gengu svo upp á fjallið Ok þar sem minnismerki um jökulinn fyrrverandi var komið fyrir. Hópurinn gekk síðasta spölinn í táknrænni þögn. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur las þar upp dánarvottorð jökulsins og Andri Snær Magnason rithöfundur flutti stutta tölu en hann skrifaði textann á minnismerkinu. Guðmundur Ingi segir það mjög táknrænt að minnismerkið hafi verið sett upp á Ok. „Hér er verið að senda þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun er að eiga sér stað.“ Hann segir að allar þjóðir heims þurfi að gera betur í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Það er ofboðslega margt að gerast í samfélaginu, meðal einstaklinga og fyrirtækja, og sem betur fer í stjórnmálunum líka við að reyna koma þessum málum í betri farveg.“ Stjórnvöld kynntu loftslagsáætlun sína fyrir tæpu ári en Guðmundur Ingi segir að þegar sé verið að endurskoða hana. „Við eigum endalaust að vera að skoða nýjar og hertar aðgerðir. Það er alveg greinilegt á vísindunum sem við horfum til að það þarf að gera miklu meira. Það er ekkert leyndarmál í heiminum þannig að allur þrýstingur á stjórnvöld, eins og loftslagsverkföll nemenda, eru að mínu mati mjög af hinu góða. Það hvetur okkur áfram.“ Dominic Boyer, prófessor í mannfræði við Rice-háskóla í Houston, var einn aðalskipuleggjenda viðburðarins í gær. Hann sagði það tilfinningaþrungna stund að þessu verkefni væri lokið. „En ég tel okkur hafa áorkað miklu meira með þessu verkefni en við hefðum getað búist við. Við héldum að við værum að gera eitthvað sem höfðaði til fárra en það er ótrúlegt að vita til þess að margar milljónir um allan heim vita nú af þessu.“ Hann segist binda vonir við orð Katrínar Jakobsdóttur um að Íslendingar ætli að vera í forystusveit þeirra landa í heiminum sem ætli að leiða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Vonast hann til að spennandi fréttir berist af fundi norrænu forsætisráðherranna á næstu dögum.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
Óttast að minnisvarðinn um Ok verði ekki sá síðasti Vísindamenn sem áttu hugmyndina að því að setja minnismerki við dauða jökulinn Ok óttast að þótt minnisvarðinn sé fyrsti sinnar tegundar í heiminum verði hann ekki sá síðasti. 17. ágúst 2019 19:11
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00