Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:42 Trump vill kaupa Grænland. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans.Frétt Wall Street Journal um að Trump hafi fyrirskipað ráðgjöfum sínum að skoða hvort hægt væri að kaupa Grænland af Danmörku vöktu mikla athygli í síðasta viku. Fréttin var byggð á frásögnum ónafngreindra heimildarmanna innan bandaríska stjórnkerfisins en í gær staðfesti Trump hins vegar áhugann. „Út frá hagsmunum Bandaríkjanna væri það fínt,“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Í raun eru þetta bara gríðarstór fasteignaviðskipti“. Trump telur sig vera ágætlega sjóaðan þegar kemur að slíkum samningum enda sérhæfði hann sig í fasteignaviðskiptum áður en stjórnmálin kölluðu. Trump sagði einnig að Danmörk væri mikilvægur bandamaður en að jafn vel þó að kaup á Grænlandi gætu verið áhugaverður kostur væri það ekki „númer eitt á forgangslista“. Nær útilokað er að af kaupunum verði enda yrði slíkur samningur án efa afar flókinn í útfærslu. Þá hafa yfirvöld í Danmörku og á Grænlandi þvertekið fyrir að að Grænland sé yfir höfuð til sölu. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í Bandaríkjunum í gær, að áhugi Trump fælist fyrst og fremst í hernaðarlegu mikilvægi Grænlands, auk þess sem að auðlindir sem þar megi finna spilltu ekki fyrir áhuganum.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42