Tvö skref til baka Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Boris, nýr forsætisráðherra Breta, slær mig frekar illa. Af sögu hans og ummælum að dæma virðist hann vera af kynslóð hinna óhæfu sem núna sest í valdastóla heims. Það er kannski ekki alveg út í bláinn sem fólk veltir fyrir sér orsakasambandi þess að fara með pólitísk völd heimsins og að vera með lélegt gult hár. Ég var í hópi þeirra sem upplifðu það sem algjört slys þegar Trump sigraði Clinton. Trúði því aldrei að þannig gæti farið þó að tölurnar segðu annað. Það nálgaðist áfall að sjá hann sem forseta. Forsetatíð hans hefur reynst standa fyllilega undir væntingum um frammistöðu og ummæli. En auðvitað var sigurinn ekki skyndilegt slys. Sigurinn átti sér aðdraganda og kosningabaráttan var gegn sterkum frambjóðanda demókrata. Álitsgjafar og fjölmiðlar brostu að barnalegum fullyrðingum og einföldum línum og niðurstaðan varð að línurnar sigruðu staðreyndir. Og nú er allt eins líklegt að hann verði endurkjörinn, aftur með því að boða ljóta heimsmynd sem ekki stenst skoðun. Það var heldur ekki alveg á einni nóttu sem Bretar fengu Boris, sem öfugt við Trump þykir stundum sniðugur. Lykillinn að árangri hans virðist byggja á sömu formúlu, á línum og frösum sem staðreyndir virðast illa bíta á, fyrir utan að vera með sama hárskerann og klæðskera með skerta rýmisgreind. Trump sem forseti á eftir Obama var sögulegt bakslag og sýnir að sagan og framþróun er ekki alltaf bein lína heldur stundum hlykkjóttur vegur. Eitt skref áfram og tvö til baka. Með Trump voru skrefin til baka að vísu umtalsvert fleiri. Sigur þessara tveggja manna, og fleiri raunar, undirstrikar rækilega mikilvægi þess að staðreyndir fái vægi í umræðunni. Það á líka við um Ísland.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar