21 árs karlmaður grunaður um skotárásina Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 23:15 Lögreglumaður ræðir við starfsmann Walmart. Vísir/AP Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. Flest fórnarlömbin voru stödd í Walmart verslun þegar skotárásin hófst. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius er í haldi lögreglu grunaður um árásina. Yfirvöld rannsaka nú færslu sem Crusius birti á Internetinu nýlega sem gæti tengst árásinni á einhvern hátt. Ekki hefur fengið staðfest að Crusius hafi skrifað umrædda færslu. Margir voru staddir í versluninni að versla skólaföng þegar skotárásin hófst. Er talið að viðskiptavinir verslunarinnar hafi verið á milli eitt til þrjú þúsund þegar Crusius hóf skothríðina og um það bil hundrað starfsmenn voru við störf. Ellefu fluttir á Del Sol sjúkrahúsið í El Paso. Níu eru í lífshættu en samkvæmt talsmanni sjúkrahússins er líðan þeirra stöðug. Þá voru þrettán fluttir á háskólasjúkrahúsið í El Paso og lést einn þeirra eftir komuna á sjúkrahúsið.Trump segir fregnir af árásinni mjög slæmar Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter-síðu sinni og sagði fréttirnar vera „mjög slæmar“. Hann segist vinna nú með yfirvöldum á svæðinu og hefur lofað ríkisstjóranum fullum stuðningi.Terrible shootings in ElPaso, Texas. Reports are very bad, many killed. Working with State and Local authorities, and Law Enforcement. Spoke to Governor to pledge total support of Federal Government. God be with you all! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2019 „Hræðileg skotárás í ElPaso, Texas. Fregnirnar eru mjög slæmar, margir dánir. Starfa nú með ríkis- og svæðisyfirvöldum og lögreglu. Talaði við ríkisstjórann til þess að lofa fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Guð veri með ykkur öllum,“ skrifaði forsetinn. Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, tjáði sig um árásina á viðburði í Las Vegas. Hann sagði El Paso vera „sterkasta stað í heimi“ og bætti við að samfélagið myndi standa saman en hann var áður þingmaður fyrir svæðið. „Við vitum að það er mikið um meiðsl og mikið um þjáningar í El Paso núna. Ég er ótrúlega leiður og það er mjög erfitt að hugsa um þetta,“ sagði O‘Rourke.Mikill viðbúnaður var á svæðinu.Vísir/APSamfélagið harmi slegið Aðgerðir lögreglu náðu yfir stórt svæði og voru margar verslanir lokaðar af. Mikill viðbúnaður var á svæðinu, mikill fjöldi lögreglumanna og annarra viðbragðsaðila tóku þátt í aðgerðunum og þyrlur flugu yfir svæðið á meðan fólk reyndi að forða sér. Á Twitter-síðu Walmart kemur fram að starfsmenn séu í áfalli yfir atburðum dagsins. Fyrirtækið muni vinna náið með yfirvöldum og hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.We're in shock over the tragic events at Cielo Vista Mall in El Paso, where store 2201 & club 6502 are located. We’re praying for the victims, the community & our associates, as well as the first responders. We’re working closely with law enforcement & will update as appropriate. — Walmart (@Walmart) August 3, 2019 Oscar Collazo, umsjónarmaður veitingastaðar á svæðinu, opnaði þó dyr sínar fyrir þremur kvenkyns starfsmönnum Walmart sem höfðu komist út úr versluninni. Hann segir konurnar þrjár hafa verið hræddar en þó ekki slasaðar. „Okkur datt ekki í hug að þetta myndi gerast svo nálægt okkur. Þú sérð endalausar fréttir um svona lagað en þú trúir ekki að þetta gæti gerst hér þar til það gerist,“ sagði Collazo í samtali við CNN.Aðeins sex dagar frá skotárás í Kaliforníu Fjórir létust og þrettán særðust í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki fyrir sex dögum síðan. Árásarmaðurinn lét til skarar skríða þegar matarhátíðinni var við það að ljúka. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en hann er sagður hafa verið hvítur karlmaður á fertugsaldri og notaði riffil við verknaðinn. Á meðal þeirra sem féllu í árásinni var hinn sex ára gamli Steven Romero. Skotárásin í dag var sú 250. í ár þar sem í það minnsta fjórir láta lífið eða særast af völdum skotvopna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír í haldi eftir skotárás í Walmart Fjöldi fólks er látinn eftir skotárás í verslun Walmart í El Paso í Texas. 3. ágúst 2019 19:35 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Sex ára drengur lést í skotárás í Bandaríkjunum Sex ára gamall strákur var á meðal þeirra þriggja sem féllu í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. 29. júlí 2019 13:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Í það minnsta tuttugu létu lífið í skotárás í verslunarkjarna í El Paso í Texasríki í dag og tuttugu og sex eru slasaðir. Flest fórnarlömbin voru stödd í Walmart verslun þegar skotárásin hófst. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius er í haldi lögreglu grunaður um árásina. Yfirvöld rannsaka nú færslu sem Crusius birti á Internetinu nýlega sem gæti tengst árásinni á einhvern hátt. Ekki hefur fengið staðfest að Crusius hafi skrifað umrædda færslu. Margir voru staddir í versluninni að versla skólaföng þegar skotárásin hófst. Er talið að viðskiptavinir verslunarinnar hafi verið á milli eitt til þrjú þúsund þegar Crusius hóf skothríðina og um það bil hundrað starfsmenn voru við störf. Ellefu fluttir á Del Sol sjúkrahúsið í El Paso. Níu eru í lífshættu en samkvæmt talsmanni sjúkrahússins er líðan þeirra stöðug. Þá voru þrettán fluttir á háskólasjúkrahúsið í El Paso og lést einn þeirra eftir komuna á sjúkrahúsið.Trump segir fregnir af árásinni mjög slæmar Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina á Twitter-síðu sinni og sagði fréttirnar vera „mjög slæmar“. Hann segist vinna nú með yfirvöldum á svæðinu og hefur lofað ríkisstjóranum fullum stuðningi.Terrible shootings in ElPaso, Texas. Reports are very bad, many killed. Working with State and Local authorities, and Law Enforcement. Spoke to Governor to pledge total support of Federal Government. God be with you all! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 3, 2019 „Hræðileg skotárás í ElPaso, Texas. Fregnirnar eru mjög slæmar, margir dánir. Starfa nú með ríkis- og svæðisyfirvöldum og lögreglu. Talaði við ríkisstjórann til þess að lofa fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Guð veri með ykkur öllum,“ skrifaði forsetinn. Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, tjáði sig um árásina á viðburði í Las Vegas. Hann sagði El Paso vera „sterkasta stað í heimi“ og bætti við að samfélagið myndi standa saman en hann var áður þingmaður fyrir svæðið. „Við vitum að það er mikið um meiðsl og mikið um þjáningar í El Paso núna. Ég er ótrúlega leiður og það er mjög erfitt að hugsa um þetta,“ sagði O‘Rourke.Mikill viðbúnaður var á svæðinu.Vísir/APSamfélagið harmi slegið Aðgerðir lögreglu náðu yfir stórt svæði og voru margar verslanir lokaðar af. Mikill viðbúnaður var á svæðinu, mikill fjöldi lögreglumanna og annarra viðbragðsaðila tóku þátt í aðgerðunum og þyrlur flugu yfir svæðið á meðan fólk reyndi að forða sér. Á Twitter-síðu Walmart kemur fram að starfsmenn séu í áfalli yfir atburðum dagsins. Fyrirtækið muni vinna náið með yfirvöldum og hugur þeirra sé hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.We're in shock over the tragic events at Cielo Vista Mall in El Paso, where store 2201 & club 6502 are located. We’re praying for the victims, the community & our associates, as well as the first responders. We’re working closely with law enforcement & will update as appropriate. — Walmart (@Walmart) August 3, 2019 Oscar Collazo, umsjónarmaður veitingastaðar á svæðinu, opnaði þó dyr sínar fyrir þremur kvenkyns starfsmönnum Walmart sem höfðu komist út úr versluninni. Hann segir konurnar þrjár hafa verið hræddar en þó ekki slasaðar. „Okkur datt ekki í hug að þetta myndi gerast svo nálægt okkur. Þú sérð endalausar fréttir um svona lagað en þú trúir ekki að þetta gæti gerst hér þar til það gerist,“ sagði Collazo í samtali við CNN.Aðeins sex dagar frá skotárás í Kaliforníu Fjórir létust og þrettán særðust í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki fyrir sex dögum síðan. Árásarmaðurinn lét til skarar skríða þegar matarhátíðinni var við það að ljúka. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglu en hann er sagður hafa verið hvítur karlmaður á fertugsaldri og notaði riffil við verknaðinn. Á meðal þeirra sem féllu í árásinni var hinn sex ára gamli Steven Romero. Skotárásin í dag var sú 250. í ár þar sem í það minnsta fjórir láta lífið eða særast af völdum skotvopna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír í haldi eftir skotárás í Walmart Fjöldi fólks er látinn eftir skotárás í verslun Walmart í El Paso í Texas. 3. ágúst 2019 19:35 Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45 Sex ára drengur lést í skotárás í Bandaríkjunum Sex ára gamall strákur var á meðal þeirra þriggja sem féllu í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. 29. júlí 2019 13:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Þrír í haldi eftir skotárás í Walmart Fjöldi fólks er látinn eftir skotárás í verslun Walmart í El Paso í Texas. 3. ágúst 2019 19:35
Hátt í sex þúsund látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í ár Alls hafa 5.822 manns látið lífið af völdum skotvopna í Bandaríkjunum það sem af er árinu 2019 en skotárásin í Virgina Beach í gær var sú 150. í ár. 1. júní 2019 23:45
Sex ára drengur lést í skotárás í Bandaríkjunum Sex ára gamall strákur var á meðal þeirra þriggja sem féllu í skotárás á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. 29. júlí 2019 13:52