Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:01 Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli sprengingunni. Á myndinni eru ráðherra skattamála og skattstjóri Danmerkur. Vísir/epa Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa Danmörk Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Enginn slasaðist alvarlega þegar sprenging varð í aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar í Kaupmannahöfn á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi. Viðbúnaður lögreglu og viðbragðsaðila var mikill og stórt svæði girt af fyrir vettvangsrannsókn lögreglu. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar og lágu glerbrot frá rúðunum á víð og dreif um sprengjuvettvang. Lestarsamgöngur liggja nú niðri á milli Østerport og Hellerup. Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Einn sagðist aldrei hafa heyrt slíkan hávaða. Trine María Ilsøe, upplýsingafulltrúi dönsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi sem hófst klukkan tíu að staðartíma að ekki sé vitað hver hafi komið fyrir sprengjunni en lögreglan sé nú í óða önn að gaumgæfa myndefni úr öryggismyndavélum. Kallað er eftir vitnum og biðlað til almennings að stíga fram ef einhver búi yfir upplýsingum um málið. Jørgen Bergen Skov, yfirrannsóknarlögreglumaður í Danmörku, segir að lögregluyfirvöld horfi málið alvarlegum augum. Þeim varð ljóst að sprengingin var afar kraftmikil þegar horft var á myndskeið af sprengingunni. Skov segir að um viljaverk sé að ræða. „Við köllum þetta árás á byggingu til að undirstrika að þetta er eitthvað sem einhver hefur gert af ásettu ráði.“ Morten Bødskov, ráðherra skattamála, og Merete Agergaard, skattstjóri, könnuðu aðstæður í morgun og var mjög brugðið. Bødskov segir að þetta hafi verið afar ofbeldisfullur verknaður. Hundruð starfsmanna þurfi nú að horfa upp á vinnustaðinn sinn sem hafi verið sprengdur í tætlur. „Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður og algjörlega fáránlegt að þetta geti átt sér stað yfir höfuð.“Eins og sést á ljósmyndinni þá stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/epa
Danmörk Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira