Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 08:43 Donald Trump hefur ekki viljað gera skattskýrslur sínar opinberar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40