Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 08:43 Donald Trump hefur ekki viljað gera skattskýrslur sínar opinberar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú höfðað mál á hendur Kaliforníuríki í kjölfar þess að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, samþykkti löggjöfina í síðustu viku og telja sérfræðingar lögin hafa verið sett til höfuðs forsetanum. Í tveimur mismunandi málsóknum frá forsetanum er því haldið fram að löggjöfin brjóti í bága við bandarísku stjórnarskrána, þar sem hún fjölgi skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla til þess að gefa kost á sér til valdamesta embættis Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað neitað að birta skattskýrslur sínar á þeim grundvelli að þær séu eins og stendur í endurskoðunarferli. Þó er ekkert í bandarískum lögum sem bannar það að skattskýrslur séu birtar, þrátt fyrir að endurskoðunarferli sé ekki lokið, eins og ítrekað hefur verið af Alríkisskattstofu Bandaríkjanna í tengslum við málið. Í fyrri málsókninni sem höfðuð var segir landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC) að hin nýsamþykkta löggjöf sé „bersýnileg árás á sitjandi forseta Bandaríkjanna,“ og að lögin myndu beinlínis minnka líkur forsetans á að hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í kosningunum á næsta ári. Í Kaliforníu eru 14 prósent af þeim fjölda kjörmanna sem þarf til þess að tryggja útnefningu flokksins í forvali. Í seinni málsókninni, sem höfðuð var af framboði Trump, segir að einstök ríki hafi ekki völdin til þess að setja forsetaframbjóðendum skilyrði umfram það sem stjórnarskráin kveður á um að uppfylla þurfa til þess að frambjóðandi teljist gjaldgengur. Eins og stendur eru aðeins þrjú skilyrði sem frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna þurfa að uppfylla. Þeir þurfa að vera bandarískir ríkisborgarar fæddir í Bandaríkjunum, 35 ára eða eldri og þurfa að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár. Jay Sekulow, lögmaður forsetans, segir löggjöfina vera tilraun til þess að fara í kring um stjórnarskrá Bandaríkjanna og að kjósendur hafi þegar myndað sér skoðun á því hvort Trump eigi að birta skattskýrslur sínar eða ekki. Trump er þó fyrsti forsetaframbjóðandinn á vegum tveggja stærstu flokka Bandaríkjanna, Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, síðan 1976 til þess að birta ekki skattskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. 30. júlí 2019 20:40