Hæstiréttur Ástralíu staðfestir brottrekstur embættismannsins sem tísti undir dulnefni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2019 10:12 Banerji tístu um umdeilda stefnu ástralska stjórnvalda í innflytjendamálum. Vísir/Getty Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki. Ástralía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að Innflytjendastofnun Ástralíu hafi verið heimilt að reka embættismanninn Michaela Banerji árið 2013, eftir að í ljós kom að hún var manneskjan á bak við Twitter-reikning þar sem stefna yfirvalda í innflytjendamálum var harðlega gagnrýnd. Lægra dómstig hafði áður dæmt brottreksturinn ólöglegan. Banerji var rekinn eftir að í ljós kom að hún starfrækti Twitter-reikning undir notendanafninu LaLegale, þar sem hún fór meðal annars hörðum orðum um þá stefnu stjórnvalda að taka á móti og halda þeim sem sóttu um hæli í landinu á eyjum í Kyrrahafi. Komið hefur fram að Banerji hafi notað sitt eigið tæki til þess að birta tíst undir dulnefninu, og yfirleitt í eigin frítíma. Þegar yfirmenn hennar komust að því að hún væri á bak við reikninginn var henni sagt upp störfum. Töldu þeir hana hafa brotið starfsreglur opinberra embættismanna í Ástralíu sem kveða á um að embættismenn verði að forðast hagsmunaárekstur í tengslum við vinnu þeirra. Banerji taldi að með brottrekstrinum væri verið að brjóta á mannréttindum hennar og stefndi hún ástralska ríkinu vegna málsins.Twitter-síðan umdeilda.Vísir/Twitter.Lægra dómstig í Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu að með brottrekstrinum hefði verið brotið á rétti hennar til að tjá pólitískar skoðanir. Ástralska ríkið áfrýjaði hins vegar niðurstöðunni til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í gær þess efnis að umræddar reglur sem ástralska ríkið vísaði í að Banerji hefði brotið gerðu það að verkum að embættismenn þyrftu að vera ópólítiskir. Því hafi brottreksturinn verið réttmætur. „Þetta er ekki bara tap fyrir mig, þetta er tap fyrir okkur öll og mér þykir þetta mjög, mjög leitt,“ sagði Benarji á leið úr dómsal í gær, með tárin í augunum.Í frétt BBC segir að dómur Hæstaréttar muni hafa áhrif á það hvað embættismenn í Ástralíu, um tvær milljónir, geti sagt á samfélagsmiðlum. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna í opinberri þjónustu í Ástralíu segir að dómurinn séu slæmar fregnir og að embættismenn ættu að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar í Ástralíu, nú sé ljóst að svo sé ekki.
Ástralía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira