Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 7. ágúst 2019 12:00 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Verið er að undirbúa opinbera heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Þetta staðfestir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, skýrði frá því í færslu á samfélagsmiðlum um helgina að líklegt væri að varaforseti Bandaríkjanna myndi heimsækja Ísland á næstu vikum. Mike Pence myndi þá mögulega halda ræðu um öryggismál á norðurslóðum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Við spurðum Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um málið: „Ja, það er alls ekki útilokað. Það hefur ekki ennþá verið staðfest. En við höfum verið að vinna að þeim undirbúningi um nokkurn tíma. Þannig að vonandi verður af því. En það á eftir að koma í ljós endanlega.“ -Hvenær yrði sú heimsókn? „Það er ekkert ólíklegt að hún verði fljótlega. En það er ekki ennþá búið að staðfesta það og ekki komnar neinar dagsetningar þar af leiðandi.“ Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson, hittust í Reykjavík í febrúar. Myndin er frá fréttamannafundi í Hörpu Vísir/VilhelmGuðlaugur tekur fram að aðalumræðuefni í hugsanlegri heimsókn varaforsetans verði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála til að fylgja eftir því sem lagt var upp með í Íslandsheimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. „Við erum nú þegar byrjuð að undirbyggja, eftir að ég og Mike Pompeo ákváðum að fara í efnahagssamráð og viðskiptasamráð við Bandaríkin, að efla samskiptin enn frekar. Það er ástæðan fyrir því að Mike Pence er að sýna því áhuga að koma hingað og heimsækja okkur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Donald Trump Efnahagsmál Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Viðskipti Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Ráðherrarnir tveir ræddu aðallega loftslagsmál, málefni Norðurslóða og kjarnorkuafvopnun á fundi þeirra í dag. 15. febrúar 2019 18:14