Er þetta það sem við viljum sjálf í ellinni? Signa Hrönn Stefánsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 12:01 Þann 4. ágúst átti konan sem ég lít hvað mest upp til afmæli. Þessi kona er amma mín hún Signa. Hún er fædd 1933 og er því 86 ára. Hún er ekta íslensk kona, eignaðist þrjú börn og mann. Hún vann úti og var 150% móðir og síđar amma og langamma. Afmælisdagar eru gleđidagar en þann 4. ágúst var ég og er ég samt sorgmædd og barasta reið. Ég er sorgmædd yfir því að amma er horfin inn í heim heilabilunar. Èg er reið þegar ég sé hvað mamma, systir mömmu og ađstandendur allir eru áhyggfullir þegar þađ er bara einn á vakt á deildinni hennar ömmu. Amma mín og afi unnu alla sína hunds og kattar tíð, máttu ekkert aumt sjá og voru alltaf reiđubúin til rétta hjálparhönd ef eitthvađ bjátađi á. Hver svo sem átti í hlut. Í dag býr amma á öldrunarheimili á Akureyri. Heilabilunin veldur þvì að hún er algjörlega ósjálfbjarga varđandi daglegar þarfir, hvort sem það er að borða eđa annað. Á hennar deild eru níu einstaklingar. Fjórir eru bundnir viđ hjólastól og/eđa rúmliggjandi. Tveir geta ekki matast sjálfir auk þriggja sem þurfa mikla ađstođ viđ matarborđiđ, allir einstaklingarnir þurfa aðstoð. Langflest starfsfólk deildarinnar stendur sig óađfinnanlega. Þađ gerir sitt allra besta til ađ ìbùum líđi sem best. Verkefni starfsfólksins, auk þess ađ sinna íbúunum, er ađ þvo allan þvott heimilisins, halda heimilinu snyrtilegu, halda íbúunun hreinum, elda allar máltíđir (nema hádegis) og ganga frá. Þađ eru, eða eiga að vera tveir starfsmenn á vakt međ þessa nìu eistaklinga og þađ segir sig sjálft ađ öll félagsleg umönnun verđur fremur lítil og oft engin. Veikindi starfsmanna eru mikil og þegar starfsmađur er veikur þá má ađeins kalla út afleysingu ì 5 klst. Þannig ađ ađeins einn starfsmađur á ađ vinna þessa 3 klst sem upp á vantar. Þađ eru jú hjúkrunarfræđingar á vakt í húsinu en þeir eru ađ sinna 5 deildum eđa 45 íbúum og meiri hluta sólarhringsins og um helgar er ađeins einn hjùkrunarfræđingur á vakt. Þetta bara getur ekki veriđ löglegt. Allavega ekki siđferđislega rétt. Hvorki gagnvart íbúunum né starfsfólkinu.- EIN manneskja á vakt já ég sagði EIN manneskja, allir sem eitthvað vit hafa sjá að þetta gengur ekki upp. Hvernig á EIN manneskja að geta sinnt öllu þessu fólki og þeirra þörfum, klósettferðum, baðferðum, gefa þessum 2 sem þurfa 100% þjónustu við matarborðið að borða og á meðan að þjónusta hina við matartímann, hvernig á eina manneskj að geta veitt þeim félagsskap og þar fram eftir götunum. Þetta er einfaldlega EKKI hægt. Og ekki einu sinni hægt þó að vaktin sé fullmönnuð, því fullmönnuð vakt telur aðeins tvo starfsmenn. Um daginn kom móðursystir mín í heimsókn til móður sinnar, og hvað var það sem blasti við henni ?? Amma hágrét ein í hjólastólnum sínum. Hvar var starfsfólkið? Starfmaðurinn var jú að vinna sína vinnu eins vel og hann gat, kófsveittur og mjög þreyttur. En eins og ég segi að ofan þá sjá það allir, nema (sorry orðbragðið sem ég nota) fávitarnir sem stjórna þessu batteryi að þetta gengur ekki upp. Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem svona ástand er, ég veit ekki hversu oft mamma mín, systir hennar eða aðrir aðstandendur íbúa þarna hafa græjað kaffitímana eða annað á heimilinu því þessi EINI sem er á vakt er upptekinn við að sinna íbúa, því fólkið vill jú fá að borða á réttum tíma, það á ekki að þurfa að bíða endalaust eftir öllu.... Er fólk svo hissa á að starfsólk fari í svokallað burn out? þetta er engum bjóðandi, starfsfólkið á „gólfinu“ gerir allt sitt besta og ég get ekki sett út á neitt sem þau gera, þau eru undir sjúklegu álagi og pressu, og svo ef einhver vogar sér að skrifa svona eins og ég geri eða tala um þetta þá bitnar þetta því miður á fólkinu sem á allt það besta skilið en þeir sem virkilega eiga taka þetta til sín er svo drullusama. Því miður hef ég litla trú á að þetta muni breytast í náinni framtíð og ljótt að segja það að ég vona að ég fari á næsta afmælisdegi elsku ömmu Signu uppí kirkjugarð að kveikja á kerti þar fyrir hana heldur en að verða reið og sár yfir því sem ég sé upp á öldrunarheimili. Svo til að bæta gráu ofaná svart heyrir gamla fólkiđ í hverjum fréttatíma ađ þjóđin standi fyrir þeim mikla vanda ađ gamla fólkiđ lifi of lengi og þađ sé allt of dýrt fyrir þjóðfélagið. Og að heyra íbúa á heimilinu segja, ætlli það væri nú ekki best fyrir alla að lóga okkur bara, já þetta sagði einn íbúi, hversu sárt ætli það sé að heyra daglega að þú sért byrði á þjóðfélagið. En áður en ég hleypi þessu út í kosmósið vil ég endurtaka að ALLT það starfsfólk sem ég hef haft samskipti af þegar ég er hjá ömmu og var hjá afa eru fullkomin og EKKERT við þau að sakast því þau eru því miður bara lítil peð og fá engu ráðið og verða bara að hlíđa, (afsakið aftur orðbragðið) fávitunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Þann 4. ágúst átti konan sem ég lít hvað mest upp til afmæli. Þessi kona er amma mín hún Signa. Hún er fædd 1933 og er því 86 ára. Hún er ekta íslensk kona, eignaðist þrjú börn og mann. Hún vann úti og var 150% móðir og síđar amma og langamma. Afmælisdagar eru gleđidagar en þann 4. ágúst var ég og er ég samt sorgmædd og barasta reið. Ég er sorgmædd yfir því að amma er horfin inn í heim heilabilunar. Èg er reið þegar ég sé hvað mamma, systir mömmu og ađstandendur allir eru áhyggfullir þegar þađ er bara einn á vakt á deildinni hennar ömmu. Amma mín og afi unnu alla sína hunds og kattar tíð, máttu ekkert aumt sjá og voru alltaf reiđubúin til rétta hjálparhönd ef eitthvađ bjátađi á. Hver svo sem átti í hlut. Í dag býr amma á öldrunarheimili á Akureyri. Heilabilunin veldur þvì að hún er algjörlega ósjálfbjarga varđandi daglegar þarfir, hvort sem það er að borða eđa annað. Á hennar deild eru níu einstaklingar. Fjórir eru bundnir viđ hjólastól og/eđa rúmliggjandi. Tveir geta ekki matast sjálfir auk þriggja sem þurfa mikla ađstođ viđ matarborđiđ, allir einstaklingarnir þurfa aðstoð. Langflest starfsfólk deildarinnar stendur sig óađfinnanlega. Þađ gerir sitt allra besta til ađ ìbùum líđi sem best. Verkefni starfsfólksins, auk þess ađ sinna íbúunum, er ađ þvo allan þvott heimilisins, halda heimilinu snyrtilegu, halda íbúunun hreinum, elda allar máltíđir (nema hádegis) og ganga frá. Þađ eru, eða eiga að vera tveir starfsmenn á vakt međ þessa nìu eistaklinga og þađ segir sig sjálft ađ öll félagsleg umönnun verđur fremur lítil og oft engin. Veikindi starfsmanna eru mikil og þegar starfsmađur er veikur þá má ađeins kalla út afleysingu ì 5 klst. Þannig ađ ađeins einn starfsmađur á ađ vinna þessa 3 klst sem upp á vantar. Þađ eru jú hjúkrunarfræđingar á vakt í húsinu en þeir eru ađ sinna 5 deildum eđa 45 íbúum og meiri hluta sólarhringsins og um helgar er ađeins einn hjùkrunarfræđingur á vakt. Þetta bara getur ekki veriđ löglegt. Allavega ekki siđferđislega rétt. Hvorki gagnvart íbúunum né starfsfólkinu.- EIN manneskja á vakt já ég sagði EIN manneskja, allir sem eitthvað vit hafa sjá að þetta gengur ekki upp. Hvernig á EIN manneskja að geta sinnt öllu þessu fólki og þeirra þörfum, klósettferðum, baðferðum, gefa þessum 2 sem þurfa 100% þjónustu við matarborðið að borða og á meðan að þjónusta hina við matartímann, hvernig á eina manneskj að geta veitt þeim félagsskap og þar fram eftir götunum. Þetta er einfaldlega EKKI hægt. Og ekki einu sinni hægt þó að vaktin sé fullmönnuð, því fullmönnuð vakt telur aðeins tvo starfsmenn. Um daginn kom móðursystir mín í heimsókn til móður sinnar, og hvað var það sem blasti við henni ?? Amma hágrét ein í hjólastólnum sínum. Hvar var starfsfólkið? Starfmaðurinn var jú að vinna sína vinnu eins vel og hann gat, kófsveittur og mjög þreyttur. En eins og ég segi að ofan þá sjá það allir, nema (sorry orðbragðið sem ég nota) fávitarnir sem stjórna þessu batteryi að þetta gengur ekki upp. Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið sem svona ástand er, ég veit ekki hversu oft mamma mín, systir hennar eða aðrir aðstandendur íbúa þarna hafa græjað kaffitímana eða annað á heimilinu því þessi EINI sem er á vakt er upptekinn við að sinna íbúa, því fólkið vill jú fá að borða á réttum tíma, það á ekki að þurfa að bíða endalaust eftir öllu.... Er fólk svo hissa á að starfsólk fari í svokallað burn out? þetta er engum bjóðandi, starfsfólkið á „gólfinu“ gerir allt sitt besta og ég get ekki sett út á neitt sem þau gera, þau eru undir sjúklegu álagi og pressu, og svo ef einhver vogar sér að skrifa svona eins og ég geri eða tala um þetta þá bitnar þetta því miður á fólkinu sem á allt það besta skilið en þeir sem virkilega eiga taka þetta til sín er svo drullusama. Því miður hef ég litla trú á að þetta muni breytast í náinni framtíð og ljótt að segja það að ég vona að ég fari á næsta afmælisdegi elsku ömmu Signu uppí kirkjugarð að kveikja á kerti þar fyrir hana heldur en að verða reið og sár yfir því sem ég sé upp á öldrunarheimili. Svo til að bæta gráu ofaná svart heyrir gamla fólkiđ í hverjum fréttatíma ađ þjóđin standi fyrir þeim mikla vanda ađ gamla fólkiđ lifi of lengi og þađ sé allt of dýrt fyrir þjóðfélagið. Og að heyra íbúa á heimilinu segja, ætlli það væri nú ekki best fyrir alla að lóga okkur bara, já þetta sagði einn íbúi, hversu sárt ætli það sé að heyra daglega að þú sért byrði á þjóðfélagið. En áður en ég hleypi þessu út í kosmósið vil ég endurtaka að ALLT það starfsfólk sem ég hef haft samskipti af þegar ég er hjá ömmu og var hjá afa eru fullkomin og EKKERT við þau að sakast því þau eru því miður bara lítil peð og fá engu ráðið og verða bara að hlíđa, (afsakið aftur orðbragðið) fávitunum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar