Virkjun í hverra þágu? Smári McCarthy skrifar 9. ágúst 2019 14:29 Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvalárvirkjun Smári McCarthy Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hvalárvirkjun er ætlað að framleiða 55MW raforku. Það er minna en flutningstap á raforku í núverandi dreifikerfi. Viðbótin er sögð nauðsynleg vegna þess hve mikil hætta sé á raforkuskorti á landinu. Hvers vegna er Hvalárvirkjun umdeild? Fyrst og fremst af því að vatnsaflsvirkjunum fylgja uppistöðulón. Uppistöðulón fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar mun drekkja samtals 12,7 km² svæði innan stærstu ósnertu víðerna Vestfjarða. Þar mun gangur áa raskast, fossar hætta að vera til, vatnsflæði á svæðinu skerðast verulega. Og það allt fyrir 55 MW af orku, sem hægt er að fá með öðrum, minna umdeildum hætti.Betri kostir standa til boða Á sama tíma og deilt er um Hvalárvirkjun eru hvorki meira né minna en þrjú vindorkuverkefni í norðvesturhluta landsins sem hafa ekki fengið heimild til að setja raforku inn á kerfið, vegna skorts á flutningsgetu ─ hins vegar hefur verið tekið frá 55MW af flutningsgetu fyrir Hvalárvirkjun. Hvert og eitt þessarra vindorkuverkefna myndi framleiða um tvöfalt meiri orku en Hvalárvirkjun. Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Fréttablaðinu þar sem hún fullyrðir að Hvalárvirkjun muni hafa "jákvæð áhrif á afhendingaröryggi rafmagns um alla Vestfirði." Það er rangt. Háspennulínur, nánar tiltekið hringtenging á kerfinu, myndu gera það hins vegar.Skortur á háspennulínum ekki raforku Vatnsaflsvirkjanir framleiða rafmagn, en dreifa ekki rafmagni. Til þess þarf háspennulínur. Ef markmiðið er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum þarf því háspennulínur, ekki virkjanir. Af þessum sökum er erfitt að skilja markmiðið með Hvalárvirkjun. Hvalárvirkjun er fyrirhuguð vatnsaflsvirkjun í Árneshreppi, sem er vissulega á Vestfjörðum, en raforka getur komið frá öðrum virkjunum, svo fremi sem línurnar eru lagðar. Það að virkja á Vestfjörðum hefur í sjálfu sér ekkert með tengingu Vestfjarða að gera að öðru leyti. Skortur á flutningsgetu er raunverulegt vandamál á Íslandi, sem hamlar uppbyggingu á Reykjanesinu, í Eyjafirðinum, á Vestfjörðum, og víðar. Orkuskortur er ekki raunverulegt vandamál á Íslandi, og jafnvel ef svo væri, þá er nóg af fyrirhuguðum raforkuverkefnum, sem flestar eru minna umdeildar en Hvalárvirkjun.Skjáskot af afflutningskorti Landsnets.Höfnum tímaskekkjunni Sumir segja að það skaði ekki að drekkja þessum tilteknu ferkílómetrum, því enginn njóti þeirra í dag. Þetta viðhorf endurspeglar vítavert virðingarleysi fyrir náttúrunni. Náttúran er ekki eingöngu til staðar ef og þegar við njótum og nýtum hana. Nú þegar skaðinn sem mannfólkið hefur ollið náttúrunni er farið að ógna tilvist okkar, þá er löngu tímabært að þessu viðhorfi sé með öllu hafnað.Bætt nýting og betri tenging Það væri ágætt ef við færum að nýta raforkuna sem við þó höfum betur en við gerum. Framleiða meiri verðmæti úr henni, valda minni mengun, græða meira á henni. Við ættum líka að draga úr raforkunotkun og raforkusóun. Þarna þarf margt að skoða. Allt frá því að þjóðahagslegur ávinningur af rafmyntaframleiðslu er nánast engin yfir í það að glóperur eru úreldar. Svo væri ágætt ef Landsnet legðist í það af meiri krafti að uppfæra línur sem bera orðið ekki nóg, eða leggja samsíða þeim aðrar línur. Hringtenging Vestfjarða er löngu tímabær leið til að efla afhendingaröryggi raforku á þeim slóðum.Hver græðir? En það sem kannski væri gagnlegast í þessari umræðu allri væri athugun á því í hverra þágu það er raunverulega að Hvalárvirkjun verði byggð. Ekki græða Vestfirðingar, eins og rakið hefur verið. Ekki græðir Landsvirkjun mikið á þessu, né heldur íslenska þjóðin. Virkjunin leysir engin vandamál sem eru raunverulega til staðar. Hún gerir minna til að sporna við ímynduðum raforkuskorti en mörg önnur óumdeildari, ódýrari og einfaldari verkefni. Hver er það nákvæmlega sem græðir á Hvalárvirkjun.Höfundur er þingmaður Pírata.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun