Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 15:13 Forsetahjónin með hinn tveggja mánaða Paul Anchondo. Foreldrar hans létust bæði í skotárásinni. Twitter/MelaniaTrump Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum eftir að Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, birti mynd á Twitter-reikningi sínum í gær sem sýnir forsetahjónin stilla sér upp með ungbarni sem missti báða foreldra sína í skotárásinni í bandarísku borginni El Paso um helgina. Foreldrar drengsins á myndinni hétu Andre og Jordan Anchondo. Þau voru á meðal þeirra 22 sem byssumaður skaut til bana í Walmart-verslun í El Paso á laugardagsmorgun. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því að hjónin hefðu látist við að verja son sinn skotum úr byssu árásarmannsins. Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og áðurnefndrar forsetafrúr, Melaniu, á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag, þar sem eftirlifendur skotárásarinnar liggja inni.I met many incredible people in Dayton, Ohio & El Paso, Texas yesterday. Their communities are strong and unbreakable. @potus and I stand with you! pic.twitter.com/SHzV6zcVKR— Melania Trump (@FLOTUS) August 8, 2019 Í frétt breska dagblaðsins Guardian segir að Hvíta húsið hafi sérstaklega óskað eftir því að komið yrði með litla drenginn á sjúkrahúsið meðan á heimsókninni stæði. Föðurbróðir drengsins, sem stendur lengst til vinstri á myndinni, er sagður stuðningsmaður Trumps. Það hafi faðir drengins einnig verið í lifanda lífi. Andstæðingar forsetans hneyksluðust margir á myndbirtingunni, einkum í ljósi þess að Hvíta húsið meinaði blaðamönnum aðgöngu að sjúkrahúsinu svo að heimsóknin yrði ekki aðeins „tækifæri til að stilla sér upp á myndum“.I am genuinely confused and horrified by this image. Am I taking this the wrong way?Why is Trump and Melania posing, GRINNING, and giving a thumbs up with the infant who's parents were murdered by the shooter in El Paso.Seriously… WTH is going on? pic.twitter.com/0YA2hIQeP3— Bryan William Jones (@BWJones) August 9, 2019 This is a photo of Trump grinning while Melania holds a baby orphaned by the shooting. A baby who was taken from home and forced to serve as a prop at a photo-op for the very monster whose hate killed her/his parents.I would need 280,000 characters to say how furious I am. pic.twitter.com/4umSc9BQHu— Greg Pinelo (@gregpinelo) August 9, 2019 Heimsókn Trumps til El Paso var mætt með mikill andstöðu íbúa í El Paso en margir halda því fram að Trump hafi með orðræðu sinni kynt undir hatri í garð innflytjenda, sem árásarmaðurinn vísaði til í stefnuyfirlýsingu sinni. El Paso stendur við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er mikil innflytjendaborg. Ekkert þeirra átta fórnarlamba sem enn liggja á spítalanum vildi hitta forsetann þegar hann heimsótti spítalann. Þrjú þeirra voru of veikburða til þess og fimm höfnuðu boðinu.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47
Trump heimsækir vettvang fjöldamorða, segist sameina þjóðina með orðræðu sinni Forsetanum hefur kennt um að kynda undir kynþátta- og útlendingaandúð sem verði jarðvegur fyrir voðaverk eins og þau sem áttu sér stað í El Paso og Dayton um helgina. 7. ágúst 2019 18:39