Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu halda áfram í kjölfar hernaðaræfinga Suður-Kóreu og Bandaríkjanna Sylvía Hall skrifar 9. ágúst 2019 23:32 Norðurkóresku flugskeyti skotið upp. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019 Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Suðurkóreski herinn segir Norður-Kóreu hafa skotið tveimur óþekktum flugskeytum út á haf frá austurströnd landsins í kvöld, nærri borginni Hamhung. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu fylgist herinn náið með aðstæðum og er í viðbragðsstöðu vegna skeytanna. Ekkert lát virðist vera á vopnaprófunum norðurins en í síðustu viku var sambærilegum flugskeytum skotið upp í þrígang. Aðeins fjórir dagar eru liðnir frá síðasta skoti sem líklegt þykir að um hafi verið að ræða tvær stuttdrægar skotflaugar. Talið er að vopnaæfingarnar séu mótsvar yfirvalda í Norður-Kóreu við fyrirhuguðum hernaðaræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem haldnar eru á ári hverju. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu staðfesti á mánudag að æfingarnar væru hafnar. Yfirvöld í Pyongyang hafa lýst yfir óánægju sinni með hernaðaræfingarnar og sögðu í yfirlýsingu að fyrri flugskeyti hafi verið til þess fallin að vara nágrannaríkið við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróunum.Sjá einnig: Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Aðeins þrír dagar eru liðnir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist hafa fengið annan „mjög fallegt bréf“ frá leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un. Þann 30. júní síðastliðinn sammældust leiðtogarnir um að endurvekja kjarnorkuafvopnunarviðræður sínar á leiðtogafundi sínum. Trump sjálfur þvertók fyrir á blaðamannafundi í gær að Norður-Kórea væri að prófa sig áfram með kjarnorkuvopn. Flugskeytin væru öll stuttdræg en hann væri þó ekki sáttur við vopnaprófanir Norður-Kóreu en þær brytu ekki í bága við fyrra samkomulag þeirra frá leiðtogafundi í Singapúr. „Foringi Kim vill ekki bregðast mér með því að bregðast trausti mínu, það er of mikið í húfi fyrir Norður-Kóreu – möguleikar þeirra sem lands, undir stjórn Kim Jong Un,“ skrifaði Trump fyrr í mánuðinum á Twitter-síðu sinni. Hann sagði leiðtogann hafa góða og fallega sýn fyrir land sitt sem gæti aðeins orðið að veruleika með hjálp Bandaríkjanna undir sinni stjórn. „Hann mun gera það rétta því hann er of klár til þess að gera það ekki, og hann vill ekki bregðast vini sínum, forseta Trump!“....Chariman Kim has a great and beautiful vision for his country, and only the United States, with me as President, can make that vision come true. He will do the right thing because he is far too smart not to, and he does not want to disappoint his friend, President Trump! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 2, 2019
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41 Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45 Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. 25. júlí 2019 23:41
Ekkert lát á eldflaugatilraunum Norður-Kóreu Norður-Kórea hefur skotið tveimur skotflaugum sem yfirvöld í Suður Kóreu segja nýja tegund stuttdrægra skotflauga. 2. ágúst 2019 12:45
Norður-Kóreumenn sagðir hafa skotið upp óþekktum skeytum Ekki er liðin vika síðan Norður-Kóreumenn skutu tveimur flugskeytum í Austurhaf til þess að vara nágranna sína í suðri við áframhaldandi hernaðarbrölti. 30. júlí 2019 22:32