Segir fjölgun gistirýma ekki þýða varanlega veru herafla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2019 08:00 Öryggissvæði Keflavíkurflugvallar samkvæmt tillögum að nýju deiliskipulagi. Mynd/Utanríkisráðuneytið Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Stefnt er að því að fjölga gistirýmum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um allt að 300 á næstu árum. Utanríkisráðuneytið fól Landhelgisgæslunni að vinna deiliskipulag og var tillaga birt þann 19. júní síðastliðinn. Er svæðinu skipt upp í vestur- og austursvæði og er gistiaðstaða á báðum svæðum. Á vestursvæðinu er áætlað að koma fyrir allt að 1.000 manns í skammtímagistingu í gámarými. Á austursvæðinu er nú þegar gistiaðstaða fyrir 200 manns í átta gistihúsum í tímabundinni dvöl. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við fjórum húsum. Verði hvert þeirra með gistiaðstöðu fyrir um 70 manns.Sveinn Guðmarsson upplýsingafulltrúi.Utanríkisráðuneytið/GolliAðspurður hvers vegna farið sé í þessa miklu uppbyggingu á svæðinu segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að núverandi rými hafi verið of lítið og óhentugt. „Oft er fjöldi erlends liðsafla vel umfram 200 en það kemur fyrir að fjöldinn fari vel yfir 400,“ segir Sveinn. „Sumir hóparnir koma hingað með stuttum fyrirvara. Viðvera erlends liðsafla hefur aukist síðastliðin ár, til dæmis vegna aukinna umsvifa í tengslum við kafbátaeftirlit.“ Segir hann að æskilegt sé að hermenn dvelji innan öryggissvæðisins, við loftrýmisgæslu og æfingar. Þegar ekki hefur verið til pláss hafi þessir hópar þurft að gista á hótelum á Suðurnesjum eða á höfuðborgarsvæðinu. Sterkur orðrómur hefur verið um að Bandaríkjamenn endurveki herstöð sína hér á landi í ljósi stöðunnar í alþjóðamálum. Kínverjar hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og boðist til þess að fjárfesta í innviðum í tengslum við opinbera verkefnið Belti og braut. Herforinginn Richard Clark, sem heimsótti Ísland í fyrra, sagði að Bandaríkjaher greiddi 14,5 milljónir dollara, eða rúmlega 1,75 milljarða króna, fyrir innviðauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli það ár og sagði Ísland „gríðarlega mikilvægt“. Áætlað er að þessi upphæð fari upp í 57 milljónir dollara, eða rúmlega 6,8 milljarða króna, árið 2020. Þrátt fyrir þessi stórauknu umsvif Bandaríkjanna segir Sveinn að engin eðlisbreyting hafi orðið frá því sem verið hefur hvað varðar viðveru erlends liðsafla á Íslandi. „Þær framkvæmdir sem eru fram undan á vegum Bandaríkjahers eru ekki til marks um að varanleg viðvera hans hérlendis standi til,“ segir Sveinn. „Liðsafli á vegum Bandaríkjahers hefur verið hér á landi af og til frá árinu 2008 við loftrýmisgæslu og önnur varnartengd störf.“ Þegar átt sé við tímabundin gistirými sé algengast að erlendur liðsafli dvelji hér í nokkra daga og allt upp í fjórar vikur. Aðeins fámennur hópur á vegum sjóhersins dvelji hér lengur en í einn mánuð.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Varnarmál Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03
Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Ögmundur segir það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG 29. júlí 2019 20:00