Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 20:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira