Vill sjá Icelandair gefa flugfarþegum afslátt sem ferðast með leiguflugvélum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 20:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem keypti flug með Icelandair en fékk ekki þjónustuna sem greitt var fyrir. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið afar leiðinlegt en það sprettur af vanda sem skapaðist þegar kyrrsettar voru Boeing 737 MAX vélar flugfélagsins og taka þurfti í notkun leiguvélar.Markaðssetning Icelandair hefur löngum verið á þennan veg sem sést í myndbandinu hér að ofan. Flugfélagið gefur sig út fyrir að vera flugfélag þæginda þar sem nægt fótapláss er til staðar og afþreying á borð við sjónvarp í öllum vélum. Eins og staðan er núna er raunin ekki sú í öllum flugferðum á vegum félagsins en í kjölfar kyrrsetningar Boeing MAX vélanna þurfti Icelandair að taka í notkun leiguflugvélar. „Það sem við þurftum að taka ákvörðun um var hvort við ætluðum bara einfaldlega að fella niður flugin og endurgreiða þeim farþegum sem höfðu keypt sér flug, eða eins og við auðvitað viljum, standa við skuldbindingar okkar og koma farþegum á leiðarenda,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Ljóst er að leiguvélarnar bjóða ekki upp á þægindin sem markaðssetning félagsins gengur út á en Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar ábendingar frá neytendum sem keypt hafa flug á fullu verði en ekki fengið þægindin sem greitt var fyrir, þar sem sama verð er rukkað fyrir flugferð með flugvélum Icelandair og ferðum með leiguflugvél. „Alla vega miðað við markaðssetningu Icelandair þá hafa þeir verið að staðsetja sig á þægindaskalanum. Þegar þú kemur svo um borð í einhver flug þá ertu alls ekki að fá það sem auglýst er,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að geta ekki uppfyllt væntingar allra viðskiptavina og það er bara engin spurning um það. Við myndum vilja vera að afhenda vöruna nákvæmlega eins og hefur verði hingað til, en þetta er staðan og þetta er í rauninni það allra besta sem við getum gert,“ sagði Birna Ósk.Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Ég myndi vilja sjá Icelandair koma til móts við flugfarþega sína og þegar þeir ná ekki að veita þá þjónustu sem þeir lofa með auglýsingum sínum eða öðru slíku, að þeir veiti þá afslátt eða komi til móts við farþegana á einhvern annan hátt,“ sagði Breki. Þó hefur verið reynt að bregðast við vandanum með því t.d. að setja dreifikerfi í leiguflugvélarnar sem farþegar geti notað í eigin snjalltækjum. Þá segir Birna að ekki hafi verið rætt um að bjóða farþegum leiguflugvéla lægra verð. „Við höfum ekki farið út í að ræða það. Nú erum við bara að ganga út frá þessu grundvallaratriði að við ætlum að koma öllum á leiðarenda og hver einasti dagur fer í að uppfylla það loforð,“ sagði Birna Ósk.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira