Áströlsk kona sögð hafa afhöfðað móður sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 11:51 Lögreglan í Sydney að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Brook Mitchell Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“ Ástralía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“
Ástralía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira