Notendum Snapchat fjölgar um átta prósent Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 23:13 Notendum forritsins fjölgaði um 13 milljónir, eða 11 milljónum meira en spár reiknuðu með. Getty/Thomas Trutschel Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira