Notendum Snapchat fjölgar um átta prósent Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 23:13 Notendum forritsins fjölgaði um 13 milljónir, eða 11 milljónum meira en spár reiknuðu með. Getty/Thomas Trutschel Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Notendum samskiptaforritsins Snapchat hefur fjölgað um 8 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Þar með telja notendur forritsins nú 203 milljónir manna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsskýrslu Snap Inc, sem er móðurfyrirtæki forritsins. Velta félagsins jókst þá um 48 prósent miðað við annan ársfjórðung ársins 2018 en hún var 388 milljónir dollara, eða rúmlega 47 og hálfur milljarður íslenskra króna. Guardian greinir frá. Eftir að skýrslan var birt hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu talsvert í verði, eða um 12 prósent. 13 milljónir bættust í notendahópinn á ársfjórðunginum sem leið, en sérfræðingar höfðu aðeins gert ráð fyrir aukningu upp á tvær milljónir notenda. Um 3,5 milljarðar Snapchat-skilaboða voru þá sendir á degi hverjum á tímabilinu. Aukna velgengni forritsins má rekja til nýrra „filtera,“ sem notendur forritsins geta notað til þess að breyta útliti sínu á myndum sem eru sendar. Meðal annars býður forritið upp á filter sem getur á myndum ýkt einkenni sem í hefðbundnum skilningi teljast kvenleg eða karlmannleg, og hefur sá filter mælst einstaklega vel fyrir hjá notendum. Yfir 200 milljónir notuðu viðbótina á innan við viku eftir að hún var kynnt til sögunnar. Forstjóri Snap Inc, Evan Spiegel, segist bjartsýnn um framhald forritsins. „Vöxturinn í notendahóp okkar, notkun forritsins og veltu er afleiðing breytinga sem átt hafa sér stað síðustu 18 mánuði. Við hlökkum til að byggja á þessum meðbyr og ná meiri árangri á öllum þessum sviðum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent