Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 11:56 Mueller þegar hann mætti í þinghúsið nú í morgun. AP/Susan Walsh Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins svarar í fyrsta skipti spurningum bandarískra þingmanna um rannsókn sína á afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og tilraunum hans til að hindra framgang réttvísinnar í dag. Hægt er að fylgjast með vitnisburði Roberts Mueller í beinni útsendingu á Vísi. Vitnisburður Mueller hjá dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hóst klukkan 12:30 að íslenskum tíma. Hann kemur fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Í upphafsávarpi sínu sagði Mueller að rannsókn hans hafi leitt í ljós „umfangsmiklar og kerfisbundnar“ tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og ekki hafi verið sýnt fram á samsæri á milli stjórnvalda í Kreml og framboðs Trump. Ransóknin á meintum tilraunum Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið „einstaklega mikilvæg“. „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ sagði Mueller. Spurður að því hvort hægt væri að ákæra Trump þegar hann léti af embætti svaraði Mueller því játandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Mueller hefur þurft að svara spurningum um rannsóknina. Hann hefur aðeins tjáð sig einu sinni áður opinberlega um niðurstöður hennar. Það gerði hann á blaðamannafundi 29. maí þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi ekki þurfa bera vitni fyrir þingnefnd og vísaði til skýrslunnar sem vitnisburðar síns. Mueller hefur að minnsta kosti í tvígang ítrekað þann skilning sinn að þó að álit dómsmálaráðuneytisins þýddi að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta þá væri hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti. Demókratar hafa fram að þessu reynt að fá Mueller til að staðfesta skilning sinn á hlutum skýrslunnar um hindrun framgang rannsóknarinnar. Repúblikanar hafa aftur á móti reynt að kasta rýrð á trúverðugleika Mueller og rannsóknarinnar. Mueller hefur á móti nær algerlega haldið sig við að vísa til þess sem stendur í skýrslu hans, staðfest atriði sem koma fram í henni eða sagst ekki geta tjáð sig um einstök atriði. Niðurstaða skýrslu Mueller var að ekki væri sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump. Hann tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Lagalegt álit dómsmálaráðuneytisins segði að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta og því hefði það ekki komið til skoðunar. Lýsti Mueller í staðinn ellefu atriðum sem gætu túlkast sem lögbrot forsetans. Alls ákærði Mueller 26 manns og nokkur fyrirtæki í tengslum við rannsóknina. Þar á meðal voru fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri hans og aðstoðarkosningastjóri, fyrrverandi utanríkisráðgjafi auk Rússa sem voru sakaðir um að standa fyrir samfélagsmiðlaherferð til að hafa áhrif á bandaríska kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Ólíklegt er talið að Robert Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í rannsóknarskýrslu hans. 24. júlí 2019 08:23