Bilanagreining á fallturninum gengur hægt sem og uppsetning Sleggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Eins og að leita að nál í heystakki segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um viðgerðina á fallturninum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun. Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun.
Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira