Bilanagreining á fallturninum gengur hægt sem og uppsetning Sleggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Eins og að leita að nál í heystakki segir forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um viðgerðina á fallturninum. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun. Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa undanfarna daga unnið að því að koma fallturninum vinsæla aftur í notkun. Turninn hefur verið bilaður síðan á föstudag en starfsmennirnir hafa notið aðstoðar erlendra aðila sem hafa tengst tölvukerfi turnsins og hefur bilanagreiningin því farið fram á milli landa undanfarna daga. „Þetta er svolítið eins og að finna nál í heystakki,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðarforstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, um viðgerðina en segir starfsmennina fikra sig áfram í leitinni að orsökum bilunarinnar. Sleggjan sem var í Smáralind hefur verið sett upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ekki hefur verið hægt að taka hana notkun því uppsetningin hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir.Sleggjan kom frá Smáralind og er unnið að öryggisprófunum á henni.Vísir/VilhelmStarfsmenn frá Smáratívolí hafa séð um uppsetninguna og öryggisprófun á tækinu en ekki er hægt að segja til að svo stöddu hvenær gestir geta notið Sleggjunnar. Ökuskólabílarnir vinsælu hafa einnig verið bilaðir undanfarna daga en varahlutir hafa fengist í bílana og er búið að gera við megnið af þeim. Sigrún segir aðsókn í garðinn í sumar hafa verið afar góða enda veðrið verið mjög gott. Farið var í miklar endurbætur á garðinum í vor þar sem bætt var við ýmsum litlum tækjum. Búið er að endurbæta svæðið í kringum skipið og koma upp nýjum kastala. Tjörnin í garðinum hefur einnig verið dýpkuð en bátar, sem gestir geta siglt, áttu það til að rekast í botninn. Garðurinn fékk einnig litla bílalest fyrir yngstu kynslóðina ásamt hjólum sem börnin geta notað og því mikið líf í garðinum að sögn Sigrúnar þrátt fyrir að nokkur tæki hafi ekki verið í notkun.
Börn og uppeldi Krakkar Reykjavík Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira