Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 13:27 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. FBL/GVA Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“ Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Sjá meira
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“
Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12