Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 19:00 Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Yfirlæknir á deildinni sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að ástandið væru óviðunandi. Biðtíminn væri talsvert lengri en öruggt er talið. Ástæða biðarinnar er skortur á gjörgæslurýmum en það stafar aðallega af því að það vantar gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Á árinu hefur hjartaaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum og hefur meðalbiðtíminn verið tveir og hálfur mánuður. Á sama tíma í fyrra var hafði sama fjölda aðgerða verið frestað, en gjörgæslurýmin voru þá færri, eða sex en ekki sjö. Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður LandlæknisÞá hefur ástandið verið sérstaklega slæmt í sumar og hefur aðgerðum sama sjúklings ítrekað verið frestað. „Sem er auðvitað fullkomlega ólíðandi. Við vitum það að frestum hjartaaðgerða getur í vissum tilvikum verið lífsógnandi og um leið er þetta eitthvað sem eykur á sálrænt álag þessara sjúklinga sem nú þegar er töluvert mikið,“ segir Kjartann Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Spítalinn hefur virkjað aðgerðaráætlun vegna ástandsins og hafa gjörgæsluhjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig mikla aukavinnu. „Í byrjun vikunnar voru átta sjúklingar að bíða eftir aðgerð og við sjáum fram á það að í lok vikunnar verði þeir þrír,“ segir Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans og bætir við að auk þeirra séu um tuttugu sjúklingar á biðlista. „Hjúkrunarfræðingarnir hjá okkur hafa tekið á sig mikla yfirvinnu og eru þá að bæta því ofan á starfshlutfall sitt,“ segir Vigdís. Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LandspítalansSkjáskot/Stöð 2Þeir séu því undir miklu álagi. „Þess vegna finnst okkur líka mikilvægt að allir fái sitt sumarfrí og komist í fjórar vikur í sitt sumarfrí,“ segir Vigdís. Kjartan Hreinn segir að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða vegna ástandsins sem embættið líti alvarlegum augum. Þar á meðal þurfi að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga. „Við þurfum líka að vera meðvituð um það að þegar hjúkrunarfræðingurinn kemur til starfa að þá sé hann á sanngjörnum kjörum og hafi boðlegu húsnæði. .Þetta er stórt og mikið mál sem hefur fjölmarga snertifleti og þess vegna þarf samhent átak margra aðila til að finna lausn á þessu. Það er ekki auðvelt og þetta mun taka tíma en það er vinna í gangi á ýmsum stigum sem miðar að því að vinna bug á þessum mönnunarvanda," segir Kjartan Hreinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10 Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. 25. júlí 2019 13:10
Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. 23. júlí 2019 20:30