Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. júlí 2019 20:30 Hjónin Reynir Guðmundsson og Sigríður Lárusdóttir segja biðina erfiða fyrir fjölskylduna. Stöð 2 Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira