Gekk berserksgang í hálfan sólarhring Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:24 Gerry Dean Zaragoza tókst að skjóta fjóra til bana áður en hann var handtekinn. LAPD Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira