Þorsteinn: Kvarta ekki yfir fimm mörkum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. júlí 2019 16:21 Þorsteinn er þjálfari Breiðabliks vísir/bára Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 5-2 sigurinn á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í dag en hann sagði sitt lið einfaldlega hafa verið sterkari aðilinn. „Við vorum heilt yfir betri aðilinn í leiknum. Spiluðum ágætis fótbolta og sköpum fullt af færum og vorum oft líkleg að skora mörk. Eins og ég segi vorum bara heilt yfir sterkari í dag en Keflavík er með hættulega leikmenn og voru líka líklegar.“ Blikar lentu snemma undir og Steini talaði um að það hafi verið ákveðin værukærð í liðinu til að byrja með. „Við vorum smá værukærar og fórum svolítið rólega inn í leikinn. Hleyptum þeim allt of nálægt markinu okkar og þær fá strax í byrjun tvö hættuleg færi og skora úr öðru. Það var ekki gott en við vorum tiltölulega fljótar að jafna og eftir það var þetta aldrei spurning.“ Hann segir það alls ekki vera svekkjandi að ná ekki að skora fleiri mörk miðað við færi þegar það er aðeins markatalan sem munar á þeim og Valsliðinu. „Ég veit það ekki, við erum að spila flottan fótbolta og við erum að skapa færi og ég er ánægður með það. Þannig ég ætla ekki að fara kvarta yfir fimm mörkum,“ sagði Þorsteinn. „Örugglega fínt að spila á undan Val og setja smá pressu en við erum ekkert að hugsa svona mikið um stöðuna. Við einbeitum okkur bara að okkur sjálfum og gera sem best. Við grátum það ekkert ef Valur tapar stigum en við ætlum að hugsa um okkur.“ Liðið fer stutt eftir verslunarmannahelgi til Bosníu og spilar þar í undanriðli fyrir Meistaradeildina. Steini segist hlakka til að takast á við það verkefni. „Bara vel, það verður vonandi ekki of heitt þarna úti í Sarajevo og þetta eru alveg þokkaleg lið en við eigum að fara áfram ef við náum góðum leikjum og við erum bjartsýn en við þurfum samt að klára einn deildarleik áður en að því kemur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45