"Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 08:59 Russi Taylor talsetti Mínu Mús í yfir þrjá áratugi. Áður en hún var valin í starfið, úr hundruð umsækjenda, hitti hún sjálfan Walt Disney en hún var mikill aðdáandi. Vísir/getty Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty
Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira