"Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 08:59 Russi Taylor talsetti Mínu Mús í yfir þrjá áratugi. Áður en hún var valin í starfið, úr hundruð umsækjenda, hitti hún sjálfan Walt Disney en hún var mikill aðdáandi. Vísir/getty Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Leikkonan Russi Taylor sem er þekkt fyrir að ljá teiknimyndapersónunni Mínu Mús rödd sína, er látin 75 ára að aldri. Taylor talaði fyrir Mínu Mús í meira en þrjá áratugi en vart þarf að taka fram að Mína Mús er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney sem þekkt er á heimsvísu. Taylor talsetti einnig hinar ýmsu persónur Simpsons fjölskyldunnar. Þannig talsetti hún Sherri og Terri, tvíburana með fjólubláa hárið og Martin Prince, skólafélaga Barts Simpson. Taylor lést á föstudag í Kaliforníu að sögn Bob Iger, framkvæmdastjóra kvikmyndafyrirtækisins Disney. Hann tilgreindi ekki dánarorsök í yfirlýsingu sinni.„Guffi“ segir Taylor hafa verið hæfileikaríka og hógværa „Mína Mús hefur glatað rödd sinni með andláti Russi Taylor,“ sagði Iger sem sagði starfslið Disney afar þakklátt fyrir að hafa fengið að njóta samvistar við hina hæfileikaríku Taylor. „Það voru forréttindi að hafa þekkt hana og heiður að vinna með henni og við huggum okkur við þá tilhugsun að framlag hennar og vinna mun halda áfram að skemmta og hreyfa við kynslóðun um ókomna tíð.“ Bill Farmer sem þekktur er fyrir að ljá Guffa, vini Mínu Mús og Mikka Mús rödd sína, sagði að Taylor hefði verið alveg jafn yndisleg, fyndin, ljúf og Mína Mús. Hún hefði verið gríðarlega hæfileikarík en um leið auðmjúk og hógvær. „Mikki Mús“ og „Mína Mús“ voru raunverulega par Taylor var gift leikaranum Wayne Allwine sem þekktastur er að hafa ljáð Mikka Mús rödd sína. Allwine og Taylor giftu sig árið 1991 en Allwines lést árið 2009. Mikki Mús og Mína Mús eru kærustupar í teiknimyndunum.„Mína Mús“ smellir kossi á Russi Taylor.Vísir/getty
Andlát Bandaríkin Disney Hollywood Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira