Jóhannes Karl: Alltof auðvelt að dæma víti fyrir stóru liðin Guðlaugur Valgeirsson skrifar 28. júlí 2019 21:44 Jóhannes Karl lætur jafnan vel í sér heyra. vísir/daníel Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld. Hann sagði Valsmenn hafa fengið tvö gefins mörk í kvöld. „Já algjörlega, þetta var svekkjandi í kvöld. Mér fannst Valsmennirnir fá tvö gefins mörk í dag. Við gáfum þeim fyrsta markið og síðan fengu þeir dæmt víti upp úr einhverju klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jóhannes Karl. „Mér finnst oft á tíðum allt of auðvelt fyrir dómara að dæma víti fyrir svokölluðu stóru liðin í landinu og þetta er farið að fara virkilega í taugarnar á mér.“ Heimamenn byrjuðu vel í kvöld en Arnór Snær Guðmundsson gerði sig síðan sekan um stór mistök þegar hann færði Valsmönnum mark á silfurfati. Jóhannes Karl var ánægður hvernig menn svöruðu því. „Þessi mistök eru eitthvað sem getur skeð en fram að því höfðum við skapað okkur hættulegri færi þar sem við hefðum getað náð forystunni,“ sagði Jóhannes Karl. „En það sem ég er ánægður með er að eftir áfallið við að fá á okkur mark er að við náum að koma til baka og jafna leikinn, verðskuldað að mínu mati og það var kraftur í okkur allan leikinn og ég er bara alls ekki sáttur við þessi úrslit.“ Skagamenn sitja ennþá í 3. sæti eftir tapið í kvöld en Jóhannes Karl vildi ekki gefa það út að evrópusæti væri markmið liðsins. „Við erum ennþá bara að vinna í okkar hlutum og við erum að fara inn í alla leiki eins og þennan í dag til að ná í þessi stig sem eru í boði. Við ætluðum að ná í 3 stig og mér fannst við eiga það skilið í dag,“ sagði Jóhannes Karl. „Við horfum ekkert á töfluna, það er svo mikið eftir af þessu móti og við erum ekkert að spá í því. Við eigum erfiðan leik næst á móti FH úti og við þurfum að jafna okkur á þessum ósigri í dag og koma klárir í erfiðan leik.“ Óttar Bjarni Guðmundsson datt úr byrjunarliðinu eftir upphitun og Arnar Már Guðjónsson fór meiddur af velli undir lok leiksins. Jóhannes Karl var gríðarlega ánægður með innkomu Halls Flosasonar í byrjunarliðið. „Óttar fékk eitthvað í nárann og það var svolítið svekkjandi en það kom maður í manns stað og Hallur kemur inn og leysir þetta verkefni frábærlega í dag,“ sagði þjálfarinn. „Það verður að koma í ljós með Arnar, auðvitað verður maður að vera jákvæður og vonandi er þetta bara eitthvað hnjask en maður veit aldrei og við verðum bara að bíða eftir að hann sé búin í skoðun hvað kemur út úr því,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 1-2 │Pedersen tryggði meisturunum sigur á Skaganum Valur vann fjórða sigur sinn í síðustu fimm leikjum í Pepsi Max-deild karla þegar Íslandsmeistararnir lögðu ÍA að velli, 1-2, á Akranesi. 28. júlí 2019 22:00