Gummi Ben sportbar opnar í miðborginni Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 11:15 Guðmundur Benediktsson. Vísir/Vilhelm Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019 Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fjölmiðlamaður opnar sportbar í fínni kantinum í miðborg Reykjavíkur á næstunni. Guðmundur deildi færslu á Twitter um helgina þar sem mátti sjá mynd af lógói staðarins sem hefur fengið heitið Gummi Ben bar. Guðmundur er einn af hluthöfum staðarins ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem eiga staðinn Drunk Rabbit í Austurstræti og ráku áður Húrra í Naustinni. Verður Gummi Ben bar í húsinu sem áður hýsti Húrra. „Þetta er ekki hugmynd sem ég stakk upp á. Þótt alla hafi dreymt um að eiga bar þá hef ég aldrei vaðið í það. Ómar og Andrés komu að máli við mig snemma á árinu og úr varð þessi staður,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Að sögn Guðmundur verður er um að ræða sportbar í fínni kantinum þar sem hægt verður að horfa á íþróttaviðburði, stunda allskyns bartengda afþreyingu og drekka bjór sem bruggaður er sérstaklega fyrir staðinn.Guðmundur á staðinn ásamt Andrési Þór Björnssyni og Ómari Ingimarssyni sem áður ráku Húrra.Vísir/VilhelmVonir standa til að staðurinn verði opnaður um þar næstu mánaðamót. Guðmundur segir að staðið hafi til að opna staðinn fyrr en vegna mikilla framkvæmda hafi það tafist. „Við höfum enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að hönnun staðarins en vorum sammála um það strax að við ætluðum að gera þetta vel og hafa þetta vandaðan og flottan stað. Og ég sé ekki betur en að það sé að takast miðað við hvernig útlitið er á myndunum. Nú erum við bara dag og nótt með hamarinn að gera allt klárt,“ segir Guðmundur. Hann segir að líkur sé á að staðið verði fyrir hinum ýmsu viðburðum á staðnum. „Við ætlum líka að halda okkur við það að það verði svið þarna og um helga verði alvöru skemmtun fram á nótt. Þannig að það verður líf og fjör þarna alla daga, það er mottóið okkar,“ segir Guðmundur.Guðmundur er starfsmaður Sýnar hf. sem á og rekur Vísi. Soon pic.twitter.com/5ebnjbbaC1— Gummi Ben (@GummiBen) July 28, 2019
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira