Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg segir að sjóferðin á skútunni yfir Atlantshafið verið lengi í minnum höfð. AP/David Keyton Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50
Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43