Sleppt og haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. júlí 2019 07:00 Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Á mannamáli þýðir það að íslenskir neytendur munu geta keypt vörur á sama verði og aðrir á EES-svæðinu á netinu; gallabuxur og ísskápa, sófaborð og hlaupaskó. Tollabandalagið gerir okkur svo kleift að fá vörurnar til Íslands fyrir nokkra hundrað kalla ofan á sendingarkostnað. Þetta er ein af þeim fjölmörgu kjarabótum sem íslenskir neytendur hljóta af mikilvægasta fjölþjóðasamningi Íslands, EES-samningnum. Innri markaður Evrópusambandsins er einn stærsti markaður heimsins með um 500 milljónir neytenda sem geta keypt vörur og þjónustu þvert á landamæri allra ESB-landanna auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Fyrir tilstilli sama samnings munu lög um leigubíla breytast á allra næstu misserum. Hingað til hefur fjöldi þeirra sem fá leyfi til þess að keyra leigubíl hér á landi verið takmarkaður. Hindrun sem fáar, ef nokkrar, atvinnugreinar búa við. Lengi vel hafa leyfishafar barist gegn þessum breytingum til þess að þurfa ekki að glíma við samkeppni farveitna á borð við Uber og Lyft, sem aðrar evrópskar stórborgir keppast við að hleypa inn á markaðinn, ein af annarri. Það er morgunljóst hver tapar á þeirri íslensku sérhagsmunagæslu. Annað dæmi sem íslenskir neytendur geta velt fyrir sér varðar farsímanotkun milli landa í Evrópu – sem var lengi vel mjög dýr. Til að tryggja hagsmuni neytenda var sett þak á þann kostnað sem fjarskiptafyrirtækin máttu innheimta fyrir farsímaþjónustu á milli landa Evrópu. Þetta þýðir að íslenskir neytendur geta nú rætt við vini og vandamenn og sinnt vinnu frá öðrum löndum Evrópu án þess að heimilisbókhaldið líði sérstaklega fyrir. Þetta, og meira til, er mikilvægt að muna á meðan hávær hópur liggur undir feldi í sumarfríi þingmanna og veltir fyrir sér hvaða mál skuli næst taka fyrir í þeim tilgangi að grafa undan samningnum. Sérhagsmunir útvalinna mega ekki trompa almannahagsmuni. Í samningsbundnu samstarfi verður ekki bæði sleppt og haldið. Mikilvægast er að huga að því hvernig lítil eyja norður í ballarhafi stenst samanburð sambærilegra borga í öðrum löndum til frambúðar. Ísland er að mörgu leyti einangrað í alþjóðlegu tilliti. Íslendingar búa við mikil lífsgæði sem eru að langmestu leyti tilkomin vegna samskipta við aðrar þjóðir. EES-samningurinn er þar mikilvægastur. Úrval í matvöruverslunum, snjallsíminn í lófanum, kaffið í götumálinu og bíllykillinn í vasanum eru vitnisburður um það. Þessi fáu dæmi um það sem samningurinn hefur fært okkur kunna að hljóma lítilfjörleg í eyrum sumra. Þau, og fleiri sambærileg mál, eru hins vegar forsenda þess að ungu fólki finnist yfirhöfuð eftirsóknarvert að búa á Íslandi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun