Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 13:37 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. mynd/te Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi. Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi.
Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira