Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 13:37 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. mynd/te Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi. Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. Telur lögreglan að mennirnir séu að reyna að svíkja fé út úr fólki en á vef Skessuhorns fyrr í dag var rætt við Trausta Eiríksson, vélaverkfræðing, sem lýsir einmitt viðskiptum sínum við enskumælandi verktaka. Hann býr ásamt konu sinni, Ásu Ólafsdóttur, í Lækjarkoti, lögbýli skammt ofan við Borgarnes. Í viðtali við Skessuhorn segist Trausti ekki hafa verið heima þegar mennirnir bönkuðu upp á. Þeir ræddu því við konu hans. Þeir töluðu ekki sérlega góða ensku en einn þeirra sagðist vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að losna við. Ása skildi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða með því að leyfa honum að henda mölinni einhvers staðar og ekki verra að fá smá olíumöl á hlaðið. „Svo leið dagurinn og seinni partinn koma þessir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað heim til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir,“ segir Trausti við Skessuhorn. Heimreiðin sé nú lögð mjög ósléttu malbiki enda var vegurinn hvorki heflaður né sléttaður áður en slitlagið var sett á. Trausti segir við Skessuhorn að hann ætli að kæra málið til lögreglunnar á Vesturlandi en Vísir hefur ekki náð tali af yfirlögregluþjóni þar til að fá nánari upplýsingar um málið. Í fyrrnefndri Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að enn hafi ekki orðið vart við mennina á Norðurlandi. Vill lögreglan fá að vita ef fólk fær tilboð af þessu tagi.
Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira