Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 12:41 Rússneska þotan sem er sögð hafa flutt umrædda sendingu. Bandaríkin krefjast þess að bandarísku F-35 þoturnar fái ekki að standa nálægt nýja eldflaugavarnarkerfinu. Vísir/AP Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran. Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran.
Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21
Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36