Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2019 19:00 Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala. Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni né öðrum sveitarfélögum. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með erfiðan vímuefnavanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára. Um ræðir tvo hópa að sögn Svölu Jóhannesdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefnis á vegum Rauða krossins. Annars vegar er um að ræða fólk hefur verið heimilislaust í mörg ár. „Og er þá búið að vera að nýta Konukot og gistiskýlið í mörg ár og eru þá að nýta sumartímann til að komast í ró og næði og fá að vera í friði. En stærsti hópurinn sem er núna búsettur í tjöldum á höfuðborgarsvæðinu er ungt heimilislaust fólk,“ segir Svala. Flestir séu á aldrinum nítján til tuttugu og sex ára og með mikinn vímuefnavanda. „Sumir eru með geðraskanir og geðsjúkdóma. Margir eru búnir að vera heimilislausir í nokkur ár og sumir allt frá því að þeir komu út úr barnaverndarkerfinu, 18 ára,“ segir Svala. Frá því í byrjun maí hefur frú Ragnheiður útvegað um tuttugu manns tjöldum og útdeilt um fjörutíu svefnpokum. Svala segir mikilvægt að þeir sem búi í tjöldunum séu í góðu sambandi við Frú Ragnheiði. „Við hringjum stundum í þau og bjóðum þeim að koma til okkar. Þau eru þá fyrst og fremst að sækja heilbrigðisþjónustuna og þau eru að fá mat og næringu hjá okkur. Þau eru að skila af sér notuðum búningi og fá nýjan. Þau eru líka að fá hlý föt og annan útilegubúnað,“ segir Svala. Hún segir að flestir séu með virka umsókn um sértækt búsetuúrræði hjá Reykjavíkurborg. „Það er í raun bara ekki til nógu mikið af félagslegu húsnæði og sértækri búsetu fyrir þennan unga hóp,“ segir Svala. Til standi að opna neyðarathvarf fyrir unga karlmenn á árinu sem sé mikilvæg viðbót í þjónustu við hópinn. Svala segir mikilvægt að öll sveitarfélögin hugi að málum heimilislausra. Það sé sorglegt að veikt fólk þurfi að búa í tjöldum. „Það er í raun það versta sem samfélag getur gert fólki er að gera það heimilislaust því allur vandi einstaklingsins eykst svo mikið,“ segir Svala.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira