Íslenski boltinn

Helena hætt með ÍA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Undanfarin fjögur ár hefur Helena stýrt Pepsi-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport.
Undanfarin fjögur ár hefur Helena stýrt Pepsi-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport. vísir/anton
Helena Ólafsdóttir hefur að eigin ósk látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs ÍA. Aðstoðarþjálfari liðsins, Aníta Lísa Svansdóttir, er sömuleiðis hætt. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Helena og Aníta tóku við ÍA haustið 2016 og voru því á sínu þriðja tímabili með liðið.

ÍA tapaði 0-1 fyrir Augnabliki á heimavelli í Inkasso-deild kvenna í gær. Það var þriðja tap liðsins í röð. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar með ellefu stig.

Í fyrra endaði ÍA í 3. sæti Inkasso-deildarinnar og í því fimmta fyrir tveimur árum.

Helena er einn reyndasti þjálfari landsins. Auk ÍA hefur hún stýrt Val í tvígang, KR, Selfossi, FH, Fortuna Ålesund í Noregi og íslenska kvennalandsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×