Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:41 Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15