Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:41 Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15