Lífið

Waititi snýr aftur og leikstýrir fjórðu myndinni um Þór

Andri Eysteinsson skrifar
Taika Waitit hlaut mikil lof fyrir Thor: Ragnarrok
Taika Waitit hlaut mikil lof fyrir Thor: Ragnarrok Getty/Matt Winkelmeyer
Nýsjálenski leikstjórinn Taika Waititi hefur verið ráðinn leikstjóri fjórðu Marvel-myndarinnar um þrumuguðinn Þór en Waititi leikstýrði einnig þriðju myndinni, Thor: Ragnarok sem kom út árið 2017.

Thor: Ragnarok í leikstjórn Waititi þótti ólík fyrri myndum um þrumuguðinn og er í raun hægt að flokka hana sem grínmynd auk þess að vera ofurhetjumynd. Waititi þótti vinna verkefnið vel en hann lék einnig eftirminnilegt hlutverk Korg.

Söguþráður fjórðu myndarinnar um Þór liggur ekki fyrir og ekki heldur hvenær atburðir myndarinnar muni eiga sér stað í Marvel-heiminum.

Áætlað er að myndin komi í kvikmyndahús í maí 2021, þangað til mun Waititi vinna að öðrum verkefnum en í október kemur út myndin Jojo Rabbit, myndin fjallar um ungan þýskan dreng í seinni heimsstyrjöldinni sem á einn vin, ímyndaða útgáfu Adolf Hitler.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×