Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 11:45 Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Eyjar.net/Tryggvi Már Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00
Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52
Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15