Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun Sighvatur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 11:45 Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Eyjar.net/Tryggvi Már Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum. Nýr Herjólfur var í prufusiglingum milli lands og Eyja í gær og verður áfram í dag. Skipið kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjórum vikum. Í upphafi var stefnt að því að hefja áætlunarsiglingar um hálfum mánuði síðar. Það hefur dregist vegna vinnu við ekjubrýr sem bílum er ekið eftir um borð í ferjuna.Mislangar ekjubrýr Brýrnar í Eyjum og Landeyjum eru mislangar og ferjurnar ekki jafn breiðar. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að verið sé að tryggja það að hægt verði að nota bæði gamla Herjólf og þann nýja. „Brúin í Landeyjum er um 19 metrar en hún er ekki nema 14 í Vestmannaeyjum, þannig að það er búið að lengja hana örlítið. Það er líka búið að ganga frá við Landeyjahöfn. Þetta snýr að því að fellihlerarnir sem falla niður á brúna eru aðeins öðruvísi á nýju ferjunni. Það er búið að laga það þannig að þeir ganga inn á ekjubrúna báðum megin.“Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, og Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra við móttökuathöfn 15. júní síðastliðinn vegna komu nýs Herjólfs til Vestmannaeyja.Eyjar.net/Tryggvi MárVarð að bíða eftir skipinu Guðbjartur segir að einnig þurfa að stilla af landgöngubrýr. Aðspurður hvort hægt hefði verið að vinna að þessum framkvæmdum áður en skipið kom til landsins segir hann það ekki hafa verið mögulegt.Það eru allir óþreyjufullir hjá félaginu að koma nýju ferjunni undir og geta byrjað að sigla. „Málið er það að þessi fínstilling hún hefði hvort sem er aldrei geta átt sér stað fyrr en skipið var komið til Vestmannaeyja þannig að við gætum gert þessar stillingar með skipið undir.“ Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir að við framkvæmdir við ekjubrú í Vestmannaeyjum þurfi einnig að taka tillit til sjávarfalla vegna styttri brúar þar. Hann segir að siglingar nýja Herjólfs verði þó ekki háðar sjávarföllum, ferjan fari sjö ferðir á dag samkvæmt áætlun.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00 Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52 Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð. 15. júní 2019 19:00
Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum. 16. júní 2019 16:52
Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. 15. júní 2019 17:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“