Helmingi ódýrari lyf en hægt að gera helmingi betur Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lyf Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar