Helmingi ódýrari lyf en hægt að gera helmingi betur Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lyf Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun