Helmingi ódýrari lyf en hægt að gera helmingi betur Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lyf Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar