Helmingi ódýrari lyf en hægt að gera helmingi betur Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lyf Sigríður Margrét Oddsdóttir Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Sjá meira
Fæstir vita að lyfjaverð til neytenda úr apótekum hefur frá árinu 2003 lækkað um helming að raunvirði og lyfjaverð á Íslandi er á pari við hin Norðurlöndin. Þetta er staðfest í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um lyfsölu á Íslandi. Þrátt fyrir þennan árangur eru tækifæri til að gera enn betur, en hvernig? Betri þjónusta á sama verði Bæði kannanir Ríkisendurskoðunar á lyfjaverði og gögn frá OECD undanfarin ár sýna að Ísland er að jafnaði á pari við verð á Norðurlöndunum. Árið 2018 var 3% verðmunur, að teknu tilliti til þess að lyf á Íslandi bera hámarks virðisaukaskatt en svo er ekki á öllum Norðurlöndunum. Þó að lyfjaverð hafi lækkað á Íslandi og sé sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum erum við í fremstu röð þegar kemur að þjónustu apóteka. Aðgengi að apótekum á Íslandi er mjög gott. Sem dæmi má nefna að apótek er í innan við fimm mínútna akstursfjarlægð fyrir næstum alla sem búa í þéttbýli auk þess sem fleiri apótek eru á hvern íbúa á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Lyfja leggur áherslu á að bjóða lágt lyfjaverð um allt land, við rekum tæplega helming allra apóteka hringinn í kringum landið þó hlutdeild Lyfju á markaði sé tæplega þriðjungur. Á Íslandi starfa einnig fleiri lyfjafræðingar á hvern íbúa en að jafnaði í öðrum iðnríkjum, sem er vanmetin staðreynd. Lyfjafræðingar eru lykilstarfsmenn í íslensku heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er í apótekum Lyfju, á heilbrigðisstofnunum eða annars staðar. Hlutverk lyfjafræðinga er meðal annars að tryggja að fólk fái réttu lyfin, á réttu verði og að veita leiðbeiningar um hvernig þau nýtast best. Þeir lyfjafræðingar sem ég hef kynnst eru hógværir og ólíklegir til að berja sér á brjóst en staðreyndin er sú að lyfjafræðingar hafa undanfarin fimmtán ár unnið þrekvirki í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar kemur að hagkvæmni og þjónustu. Lækkum lyfjaverð aftur um helming – tvíþætt áskorun! Lyfja var brautryðjandi lægra lyfjaverðs árið 1996 þegar apótekið var stofnað en í dag er lyfjaverði á Íslandi stýrt af lyfjagreiðslunefnd. Þó að staðan sé góð á Íslandi teljum við hjá Lyfju að mögulegt sé að ná enn meiri árangri. Við viljum því setja fram tvær áskoranir, aðra til okkar sjálfra en hina til stjórnvalda. Samkvæmt skýrslunni frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er rúmur helmingur seldra lyfseðilsskyldra lyfja ódýrasta lyf í sínum flokki, en það er hægt að gera enn betur. Í þessu felst áskorun sem Lyfja ætlar taka til að tryggja lægra lyfjaverð. Átakið snýst um að fræða viðskiptavini um samheitalyf og bjóða þeim alltaf ódýrari valkosti eða samheitalyf sé það mögulegt. Þessu átaki mun fylgja fræðsla til viðskiptavina um samheitalyf og hvernig virkni þeirra er sú sama og í frumlyfinu. Með þessu teljum við okkur geta lækkað lyfjakostnað viðskiptavina okkar töluvert. Skýrsla Hagfræðistofnunar leiðir einnig í ljós að á Íslandi greiða neytendur tæplega 60% af lyfjakostnaði úr eigin vasa en innan OECD er hlutfallið tæplega 40%. Íslendingar þurfa þannig að greiða helmingi hærra hlutfall lyfjakostnaðar sjálfir. Með því að breyta greiðsluþátttökukerfinu á Íslandi til samræmis við önnur OECD-lönd þannig að íslenskir neytendur greiði minna af lyfjakostnaði sjálfir er hægt að tryggja að fleiri fái öll lyf sem þeir þurfa. Slík breyting myndi kosta ríkissjóð tvo til þrjá milljarða króna árlega en myndi skila sér margfalt til baka í auknum lífsgæðum og við skorum á stjórnvöld að gera það. Það er hægt að lækka lyfjaverð til neytenda aftur um helming. Það er áskorun að gera það. Lyfja tekur áskoruninni og hvetur stjórnvöld til að gera slíkt hið sama. Þannig getum við lækkað lyfjaverð. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfju
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun