Bjart er yfir Bjargi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 18. júlí 2019 08:30 Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi. Þar með hófst bylting í húsnæðismálum sem vonandi sér ekki fyrir endann á. Allt of lengi hefur verið við lýði lögmál villta vesturs á leigumarkaði og markvisst hefur verið unnið gegn félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði. Nægir þar að nefna að á sínum tíma var verkamannahúsnæðiskerfið lagt niður. Auk þess má nefna leigufélagið Klett sem leigði út eignir Íbúðalánasjóðs á félagslegum grunni, til fólks á viðráðanlegu verði og til langs tíma. Leigufélagið Klettur tryggði þúsundum fjölskyldna húsnæðisöryggi um tíma en einn lélegasti félagsmálaráðherra sem verið hefur seldi leigufélagið til leigufélags í eigu Gamma. Þetta leiddi til þess að gildistímar leigusamninga voru styttir og leigan hækkaði um tugi prósenta á milli ára! Bjarg, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er stofnað með félagslegri hugsun sem virkjar stéttarfélögin til að leita húsnæðislausna fyrir sína félagsmenn. Bjarg er með stórtæk áform á prjónunum um að reisa fjölbýlishús í Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Selfossi, Þorlákshöfn og Hafnarfirði með allt að 1.000 íbúðum á næstu þrem árum! Bjarg var stofnað til að mæta mikilli þörf á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar töldu markaðinn eiga að leysa með GAMMA væðingu á félagslegum leigufélögum. Bjarg hefur leitað til allra sveitarfélaga um samstarf og vekur það undrun að stór sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur og Mosfellsbær hafa ekki fagnað boði Bjargs um samstarf og úthlutað Bjargi lóðir til uppbyggingar. Það er ánægjulegt að ASÍ og BSRB hafi staðið að stofnun Bjargs og þannig stuðlað að stórfelldri félagslegri húsnæðisuppbyggingu fyrir félagsmenn sína til að tryggja þeim öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu verði. Það er ný nálgun í húsnæðismálum á Íslandi.Höfundur er heilsuhagfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar