„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 22:04 Trump hefur einkum beint spjótum sínum að Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins, sem flutti barnung til Bandaríkjanna frá Sómalíu. Mynd/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Þá sagðist hann jafnframt „ósammála“ þegar hann var spurður út í hróp stuðningsmannanna. Trump hefur undanfarna daga gert þær Alexandriu Ocasio-Cortez, Ilham Omar, Rashidu Tlaib og Ayönnu Pressley, fulltrúadeildarþingkonur Demókrataflokksins, að skotspóni sínum. Hann sendi m.a. frá sér rasísk tíst um að þær ættu að yfirgefa Bandaríkin og „fara aftur heim til sín“. Aðeins ein þeirra fæddist utan Bandaríkjanna.„Sendu hana til baka!“ Trump hélt uppteknum hætti á baráttufundinum í Norður-Karólínu í gær og beindi þar sérstaklega spjótum sínum að Omar. Hún fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna tíu ára gömul. Eftir að hún komst inn á þing hefur hún verið gagnrýnin á stuðning Bandaríkjastjórnar við Ísrael og hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hún hefur talað um þrýstihóp fyrir ísraelsk stjórnvöld. Á fundinum laug Trump því upp á Omar að hún hefði lofað hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Eftir að hann fullyrti að Omar hefði gerst sek um gyðingaandúð gerði hann hlé á máli sínu því stuðningsmenn hans hrópuðu þá ákaft „Sendu hana til baka!“.Trump fans eventually break out in "send her back!" chants directed toward Ilhan Omar, a Somali refugee who serves in Congress who Trump viciously smeared. pic.twitter.com/LX3eAEkfci— Aaron Rupar (@atrupar) July 17, 2019 Ekki ánægður með hrópin Forsetinn sagðist „ósammála“ þegar hann var spurður út í atvikið á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Hann fór þó ekki nánar út í það hverju hann væri nákvæmlega ósammála. „Ég var ekki ánægður með það. Ég er ósammála því. En aftur á móti, ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það,“ sagði Trump. Þá sagðist hann hafa reynt að stöðva hróp stuðningsmanna sína, þrátt fyrir að hafa beðið í um tólf sekúndur á meðan þeir kyrjuðu og þangað til hann tók aftur til máls. Kvaðst Trump jafnframt hafa „liðið örlítið illa“ þegar stuðningsmennirnir hófu hrópin. Forsetinn og stuðningsmenn hans hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir athæfið. Sjálf hefur Omar kallað Trump bæði rasista og fasista eftir baráttufundinn í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. 17. júlí 2019 08:03