Arnór Sveinn: Eins og Finnur Tómas hafi reynslu úr fyrra lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 12:45 Arnór í leik með KR fyrr í sumar. vísir/bára Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Sjá meira
KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00