Rútubílstjórinn í slysinu við Kirkjubæjarklaustur lýsir mikilli pressu og álagi í stéttinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 09:00 Frá slysstað skammt utan Kirkjubæjarklaustri. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar segir tilefni til að skoða hvort fjölga þurfi ekki ástandsskoðunum atvinnuökutækja hérlendis. Vísir/Vilhelm Helgi Haraldsson, hópferðabílstjórinn sem fyrir helgi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir slysið í desember 2017 á Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri, slasaðist sjálfur alvarlega í þegar rútan valt. Slysið gjörbreytti lífi hans. „Ég er bara í klessu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Mun líklegast áfrýja dómnum Auk þess að vera dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár frá dómsuppsögu og þá þarf Helgi að greiða hátt í þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Helga finnst dómurinn byggja á rangfærslum og hyggst áfrýja honum nema lögfræðingar hans ráði honum alfarið frá því. Sjá nánar: Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Fjörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni. Tveir ferðamenn létust og fjölmargir voru fluttir slasaðir af vettvangi, þar af tólf með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir af þeim slösuðust alvarlega. Viðbragðsaðilar komu að Helga þar sem hann lá rotaður á framrúðunni við veginn. Helgi segist enn þá ganga haltur því hann meiddist á mjöðm. „Það er til nóg af öðrum bílstjórum“ „Svo sprakk kálfinn á mér. Ég átti lengi í þeim meiðslum vegna þess að það þurfti að bæta svo mikið inn á vöðvann. Í staðinn fyrir að fara í skinnflutning þá var sárið grætt með þorskroði sem er framleitt á Ísafirði,“ segir Helgi. Hann er enn í sjúkraþjálfun og er kominn á örorku. Helgi segir fjölgun ferðamanna hér á landi hafa orðið til þess að álag á rútubílstjóra sé mun meira en áður var. Fram hefur komið að ástand hópferðabílsins hafi verið óviðunandi. „Ég var á honum [rútubílnum] annan daginn í röð. Þetta var þriðji dagurinn með hópinn en fyrsta daginn var ég á lánsbíl frá öðru fyrirtæki,“ segir Helgi sem hugnaðist ekki rútan sem honum var gert að keyra. Hann segir álagið á rútubílstjóra vera mikið og þeir oft í erfiðri stöðu gagnvart vinnuveitendum sínum. „Já, en svona er þetta bara. Það er bara orðið þannig í rekstri á Íslandi. Ef ég geri einhverjar athugasemdir eða neita þá er mér bara sagt: Já, það er til nóg af öðrum bílstjórum.“ Slysið gerðist þegar Helgi var í dagsferð inn að Jökulsárlóni frá Hafnarfirði. Hann segir að eftir slysið hafi menn áttað sig á því hve mikið álagið sé í raun í slíkum túrum. Það varð til þess að allar götur síðan eru tveir bílstjórar sendir í slíka túra. „Þetta er átta hundruð kílómetra-dagur og ég var að keyra allan daginn áður og um kvöldið í norðurljósaferð.“ Frá vettvangi slyssins þann 27. desember 2017.Vísir/Vilhelm Í viðkvæmri stöðu gagnvart vinnuveitendum Helgi var ekki sakfelldur fyrir ástand bifreiðarinnar heldur fyrir að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður og með of stutt bil á milli bifreiða án nægjanlegrar aðgæslu. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið látinn axla ábyrgð á slæmu ástandi bifreiðarinnar hefur þetta mál og fleiri dómar sem fallið hafa yfir hópferðabílstjórum á síðustu árum vakið upp umræðu um stöðu hópferðabílstjóra gagnvart vinnuveitendum og þá ábyrgð sem þeir bera samkvæmt lögunum í þeirri mynd sem þau eru nú. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sagði í samtali við fréttastofu um helgina að mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja væru óljós þegar slys ættu sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Sjá nánar: Mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn sé í fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Segir bifreiðina ekki átt að hafa verið í umferðinni Bíltæknirannsókn á hópferðabifreiðinni leiddi í ljós að hemlagetu hennar hafi verið verulega ábótavant. Aðeins eitt hjól var fullneglt og örfáir naglar í hinum. Bifreiðin hefði í raun ekki að vera í umferð vegna skorts á viðhaldi en þrátt fyrir þetta fór hún í gegnum ástandsskoðun um haustið, aðeins örfáum mánuðum fyrir slysið. Helgi segir að mörgum hópferðabílstjórum finnist ósanngjarnt að það sé á ábyrgð rútubílstjóra að ökutækin, sem þeir hafa kannski aldrei keyrt áður, séu í góðu ástandi og beri ábyrgð á því samkvæmt lögunum. Rútuslysið varð á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur.Vísir/map.is Umhugsunarvert hvort fjölga ætti ástandsskoðunum Fjalar Úlfarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar sem gerði út bílinn, segir í samtali við fréttastofu að af þessu hræðilega atviki megi draga lærdóm. Hann segir tilefni til að skoða hvort ekki þurfi að gera kröfu um tíðari ástandsskoðanir þegar í hlut eiga hópferðabílar og flutningabílar. „Atvinnutæki sem eru allajafna meira á ferðinni en einkabíllinn að þeir séu með tíðari skoðanir. Hvort það ætti að vera tvisvar á ári eða bara strangari skoðun,“ segir Fjalar. Ekki þótti ástæða til að ákæra fyrirtækið í ljósi þess að farið var eftir lögum og reglum. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í febrúar síðastliðnum og er ekki lengur í rekstri. „Þessi tiltekni bíll var í bremsu upptekt á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík í ágúst eða september, sama ár,“ segir Fjalar sem bætir við að bíllinn hafi sannarlega verið á vetrardekkjum. Það sé þó reglulega erfitt að halda nöglunum heilum þegar keyrt sé á malbiki alla daga. „Þetta gerðist og ef menn geta dregið lærdóm og bætt eitthvað úr þá er það mjög jákvætt.“ Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45 Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Helgi Haraldsson, hópferðabílstjórinn sem fyrir helgi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir slysið í desember 2017 á Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri, slasaðist sjálfur alvarlega í þegar rútan valt. Slysið gjörbreytti lífi hans. „Ég er bara í klessu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Mun líklegast áfrýja dómnum Auk þess að vera dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár frá dómsuppsögu og þá þarf Helgi að greiða hátt í þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Helga finnst dómurinn byggja á rangfærslum og hyggst áfrýja honum nema lögfræðingar hans ráði honum alfarið frá því. Sjá nánar: Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Fjörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni. Tveir ferðamenn létust og fjölmargir voru fluttir slasaðir af vettvangi, þar af tólf með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir af þeim slösuðust alvarlega. Viðbragðsaðilar komu að Helga þar sem hann lá rotaður á framrúðunni við veginn. Helgi segist enn þá ganga haltur því hann meiddist á mjöðm. „Það er til nóg af öðrum bílstjórum“ „Svo sprakk kálfinn á mér. Ég átti lengi í þeim meiðslum vegna þess að það þurfti að bæta svo mikið inn á vöðvann. Í staðinn fyrir að fara í skinnflutning þá var sárið grætt með þorskroði sem er framleitt á Ísafirði,“ segir Helgi. Hann er enn í sjúkraþjálfun og er kominn á örorku. Helgi segir fjölgun ferðamanna hér á landi hafa orðið til þess að álag á rútubílstjóra sé mun meira en áður var. Fram hefur komið að ástand hópferðabílsins hafi verið óviðunandi. „Ég var á honum [rútubílnum] annan daginn í röð. Þetta var þriðji dagurinn með hópinn en fyrsta daginn var ég á lánsbíl frá öðru fyrirtæki,“ segir Helgi sem hugnaðist ekki rútan sem honum var gert að keyra. Hann segir álagið á rútubílstjóra vera mikið og þeir oft í erfiðri stöðu gagnvart vinnuveitendum sínum. „Já, en svona er þetta bara. Það er bara orðið þannig í rekstri á Íslandi. Ef ég geri einhverjar athugasemdir eða neita þá er mér bara sagt: Já, það er til nóg af öðrum bílstjórum.“ Slysið gerðist þegar Helgi var í dagsferð inn að Jökulsárlóni frá Hafnarfirði. Hann segir að eftir slysið hafi menn áttað sig á því hve mikið álagið sé í raun í slíkum túrum. Það varð til þess að allar götur síðan eru tveir bílstjórar sendir í slíka túra. „Þetta er átta hundruð kílómetra-dagur og ég var að keyra allan daginn áður og um kvöldið í norðurljósaferð.“ Frá vettvangi slyssins þann 27. desember 2017.Vísir/Vilhelm Í viðkvæmri stöðu gagnvart vinnuveitendum Helgi var ekki sakfelldur fyrir ástand bifreiðarinnar heldur fyrir að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður og með of stutt bil á milli bifreiða án nægjanlegrar aðgæslu. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið látinn axla ábyrgð á slæmu ástandi bifreiðarinnar hefur þetta mál og fleiri dómar sem fallið hafa yfir hópferðabílstjórum á síðustu árum vakið upp umræðu um stöðu hópferðabílstjóra gagnvart vinnuveitendum og þá ábyrgð sem þeir bera samkvæmt lögunum í þeirri mynd sem þau eru nú. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sagði í samtali við fréttastofu um helgina að mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja væru óljós þegar slys ættu sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Sjá nánar: Mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn sé í fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Segir bifreiðina ekki átt að hafa verið í umferðinni Bíltæknirannsókn á hópferðabifreiðinni leiddi í ljós að hemlagetu hennar hafi verið verulega ábótavant. Aðeins eitt hjól var fullneglt og örfáir naglar í hinum. Bifreiðin hefði í raun ekki að vera í umferð vegna skorts á viðhaldi en þrátt fyrir þetta fór hún í gegnum ástandsskoðun um haustið, aðeins örfáum mánuðum fyrir slysið. Helgi segir að mörgum hópferðabílstjórum finnist ósanngjarnt að það sé á ábyrgð rútubílstjóra að ökutækin, sem þeir hafa kannski aldrei keyrt áður, séu í góðu ástandi og beri ábyrgð á því samkvæmt lögunum. Rútuslysið varð á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur.Vísir/map.is Umhugsunarvert hvort fjölga ætti ástandsskoðunum Fjalar Úlfarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar sem gerði út bílinn, segir í samtali við fréttastofu að af þessu hræðilega atviki megi draga lærdóm. Hann segir tilefni til að skoða hvort ekki þurfi að gera kröfu um tíðari ástandsskoðanir þegar í hlut eiga hópferðabílar og flutningabílar. „Atvinnutæki sem eru allajafna meira á ferðinni en einkabíllinn að þeir séu með tíðari skoðanir. Hvort það ætti að vera tvisvar á ári eða bara strangari skoðun,“ segir Fjalar. Ekki þótti ástæða til að ákæra fyrirtækið í ljósi þess að farið var eftir lögum og reglum. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í febrúar síðastliðnum og er ekki lengur í rekstri. „Þessi tiltekni bíll var í bremsu upptekt á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík í ágúst eða september, sama ár,“ segir Fjalar sem bætir við að bíllinn hafi sannarlega verið á vetrardekkjum. Það sé þó reglulega erfitt að halda nöglunum heilum þegar keyrt sé á malbiki alla daga. „Þetta gerðist og ef menn geta dregið lærdóm og bætt eitthvað úr þá er það mjög jákvætt.“
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45 Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45
Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22